Aðalþing SÍF

AÐALÞING SAMBANDS ÍSLENSKRA FRAMHALDSSKÓLANEMA haldið LAUGARDAGINN 21.SEPT. nk. í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK stofa M104. Þingið hefst kl.12:00 og stendur til ca.14:30/15:00. Veitingar verða í boði fyrir þinggesti.

Hér er skráningarform á þingið, vinsamlegast fyllið út eigi síðar en föstudaginn 20.sept. kl.12:00. https://forms.gle/uBb4FXVtgjunYasF9

Við vekjum athygli á því að SÍF styrkir þingfulltrúa sem koma utan af landi með þátttöku í ferðakostnaði. Nánari upplýsingar um ferðakostnað má nálgast hjá disa@neminn.is

Fjölda þingfulltrúa hvers skóla hefur verið sent á stjórnir nemendafélaganna í tölvupósti.

Öllum framhaldsskólanemendum er heimilt að mæta á þingið (en einungis þingfulltrúar hafa kosningarétt). 

Við vekjum sérstaka athygli á því að aðalumræðuefni þingsins verður SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA. Við höfum lagt mikla áherslu á að endurvekja Söngkeppnina og ætlum að halda áfram á þeirri vegferð. Marinó Geir Lilliendahl, umsjónarmaður keppninnar, mætir á þingið og mun ræða ýmsar hugmyndir og framtíð keppninnar. Það er því AFAR MIKILVÆGT að hver skóli sendi a.m.k. einn fulltrúa á þingið sem mun koma að undankeppni Söngkeppninnar í sínum framhaldsskóla. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search