Einn góðan veðurdag dag einhvern tíman á fornöld hélt fólk að ýmsir sjúkdómar og veikindi sem hrjáðu konur væru einfaldlega vegna þess að legin þeirra voru í ólagi. Enn fremur töldu fræðimenn að legið væri ekki fast á einum stað, heldur flakkaði um líkaman eins og eitthvað óargardýr og olli vanlíðan. Til dæmis gat legið farið alla leið upp í háls og sat það þar og olli köfnunartilfinningu. Þetta fyrirbæri kallaðist „wandering womb“ eða „hysterical suffocation“. Eins og má sjá var þekking fornaldarmanna á kvenlíkömum mjög takmörkuð svo vinsamlegast ekki herma neitt eftir sem verður fjallað um í þessari grein.

En nú standið þið öll á gati og viljið endilega vita hver eru einkenni þessa sjúkdóms, og ég segja ykkur það. Meðal einkenna má nefna: öndunarefiðleika, áfónía (talerfiðleikar vegna skemmda á talfærum), flog, síendurtekin fósturmissi og að vera ekkja í mjög langan tíma. 

Nú fyrst við þekkjum einkenni sjúkdómsins er kominn tími til að finna út hvernig skal lækna hann. Skal muna að formenn töldu að eðli legsins væri að flakka um líkamann hömlulaust eins og eitthvað dýr, svo þeim fannst rökrétt að til að lækna konur af þessum sjúkdómi þyrfti að hræða dýrið (legið) til hlýðni. 

Ýmsir spekingar komu með kenningar til að lækna þetta svokallaða flökkuleg, sumar slæmar og aðrar verri. Samkvæmt Sóranusi notuðu flestir fornaldarlæknar eitthvað illa lyktandi í þeirri trú að legið hræðist illar lyktir. Hippókrates (já, sá Hippókrates sem allir læknar í dag sverja eið við) lét sjúklinga sína drekka einhverja blöndu af káli, mjólk ásamt því að stinga inn smárri pípu og blása lofti upp í leggöngin. Einnig er hægt að fara leið Dioclesar, að opna munninn, halda fyrir nasirnar og láta svo sjúklinginn hnerra. Svo skal þrýsta á magann í þeirri trú að ýta leginu niður á sinn stað og svo skal setja krem á fæturna. Mantias leggur til að byrla sjúklingum sínum tjöru og castoreum olíu blandað í vín, svo skal leika á flautu og berja á trommur. Xenófónn segir að skuli kveikja á kyndlum og að hafa afskaplega mikinn hávaða með því að berja saman pottum og pönnum. Asklepíades vill binda saman magann með umbúðum og þörmum, öskra hátt og blása ediki upp í nasirnar ásamt því að hella köldu vatni yfir höfuðið.

Má setja spurningarmerki við sumar af þessum aðferðum þar sem ekki er nokkur möguleiki að þær hafi einhver skilvirkni. Í dag vitum við þó betur og förum aðrar leiðir til að lækna pestir enda hafa læknavísindin eitthvað þróast í gegnum þessi árhundruð sem hafa liðið.

Penni: Katrín Valgerður Gustavsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search