Viðburðaríkir haustmánuðir hjá SÍF

Haustmánuðir ársins 2021 hafa verið einstaklega viðburðaríkir hjá SÍF.

Eins og síðustu ár hófst starfsárið á Aðalþingi, sem fór mjög vel fram, en þar var kosin var ný framkvæmdastjórn SÍF.


Framkvæmdastjórn starfsárið 2021-2022 skipa:

Forseti: Andrea Jónsdóttir

Varaforseti: Brimar Jörvi Guðmundsson

Gjaldkeri: Bartosz Wiktorowicz

Margmiðlunarstjóri: Hrefna Hjörvarsdóttir

Hagsmunastjóri: Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir

Alþjóðafulltrúi: Stefán Ingi Víðisson

Viðburðarstjóri: Aníta Sóley Scheving


Starf nýrar framkvæmdastjórnar fer vel af stað og er mikill samheldni í hópnum og hugur til að takast á við fjölbreytt verkefni sambandsins.


Nýr framkvæmdastjóri

Í september var einnig ráðinn nýr framkvæmdastjóri SÍF en Telma Eir Aðalsteinsdóttir tók við starfinu í lok september. Telma hefur mikla reynslu af stjórnun og rekstri en hún starfar einnig sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra SÍF hér.


Verkefni SÍF

Fjölmörg verkefni eru á borði SÍF og hafa framkvæmdastjórn og starfsmenn verið í óða önn að forgangsraða verkefnum og koma sér inn í ný hlutverk.

Meðal þessara verkefna eru sem dæmi Stuðningsbankinn sem er upplýsingasíða fyrir nemendur með fatlanir eða námsörðuleika sem einfaldar val á framhaldsskóla, okkur hlakkar til að segja ykkur meira frá þessu verkefni á næstu vikum.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search