Haustmánuðir ársins 2021 hafa verið einstaklega viðburðaríkir hjá SÍF.
Eins og síðustu ár hófst starfsárið á Aðalþingi, sem fór mjög vel fram, en þar var kosin var ný framkvæmdastjórn SÍF.
Framkvæmdastjórn starfsárið 2021-2022 skipa:
Forseti: Andrea Jónsdóttir
Varaforseti: Brimar Jörvi Guðmundsson
Gjaldkeri: Bartosz Wiktorowicz
Margmiðlunarstjóri: Hrefna Hjörvarsdóttir
Hagsmunastjóri: Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir
Alþjóðafulltrúi: Stefán Ingi Víðisson
Viðburðarstjóri: Aníta Sóley Scheving
Starf nýrar framkvæmdastjórnar fer vel af stað og er mikill samheldni í hópnum og hugur til að takast á við fjölbreytt verkefni sambandsins.
Nýr framkvæmdastjóri
Í september var einnig ráðinn nýr framkvæmdastjóri SÍF en Telma Eir Aðalsteinsdóttir tók við starfinu í lok september. Telma hefur mikla reynslu af stjórnun og rekstri en hún starfar einnig sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar um framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra SÍF hér.
Verkefni SÍF
Fjölmörg verkefni eru á borði SÍF og hafa framkvæmdastjórn og starfsmenn verið í óða önn að forgangsraða verkefnum og koma sér inn í ný hlutverk.
Meðal þessara verkefna eru sem dæmi Stuðningsbankinn sem er upplýsingasíða fyrir nemendur með fatlanir eða námsörðuleika sem einfaldar val á framhaldsskóla, okkur hlakkar til að segja ykkur meira frá þessu verkefni á næstu vikum.