Melónur og vínber með Jóni Múla – 100 ára afmælistónleikar

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is Nemendur í verkefnastjórnun í tónlist frá hægri Hlynur Sævarsson, Ásþór Loki Rúnarsson, Katrín Lea Daðadóttir og Senía Guðmundsdóttir

Menntaskóli í tónlist kynnir:

Melónur og vínber með Jóni Múla – 100 ára afmælistónleikar

Aðsend grein frá Seníu Guðmundsdóttur

Síðastliðinn apríl setti Menntaskóli í tónlist upp tónleika til heiðurs Jóns Múla Árnasonar sem hefði orðið 100 ára á þessu ári. 

Þar fluttu nemendur rytmísku söngdeildar tónlistarskólans nokkur af vinsælustu lögum Jóns Múla á borð við Fröken Reykjavík og Í Hjarta Þér

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is Jón Múli

Jón Múli (f. 1921) var áberandi í íslensku tónlistarlífi og er talinn hafa flutt djassinn til Íslands. Einnig samdi hann mörg af okkar ástsælustu lögum sem hafa lifað í þjóðarsálinni í áratugi. Rödd hans var þjóðþekkt og hljóðaði í flestum útvörpum landsins þar sem hann kynnti djassinn, var þulur, frétta- og dagskrárgerðarmaður. Áhugavert er, að Jón var einnig virkur félagi í sósíalistaflokknum og hlaut meðal annars fangelsisdóm fyrir árás á Alþingishúsið og þátttöku í óeirðunum á Austurvelli. 

Rytmísk deild MÍT hélt tónleikana sem áttu að fara fram í hátíðarsal FÍH í Rauðagerði en vegna hins blessaða COVID-ástands máttu gestir ekki mæta. Það kom þó heldur betur ekki að sök þar sem skellt var í streymi á lokametrunum með stuðningi nemenda í kvikmyndagerð við Borgarholtsskóla. Streymið er enn hægt að nálgast á Youtube rás MÍT fyrir áhugasama. Söngvararnir gengu á svið hver á fætur öðrum og tengdu sinn eigin mikrófón (til að minnka smithættu) og sýningin tókst ljómandi vel. Skemmtilegt er frá því að segja, að þökk sé COVID fengu fleiri gestir að njóta sýningar-streymisins en komist hefðu fyrir í salnum, enn hátt í 1200 manns hafa nú þegar horft á streymið. 

Að þessari tónlistarveislu komu fjöldi nemenda, úr ólíkum menntaskólum og áföngum. 

  • Söngvarar úr djass-söngdeild MÍT 
  • Hljóðfæraleikarar úr djass-deild MÍT sáu um undirleik meðal annars á saxófón, trommur og bassa
  • Verkefnastjórnun í tónlist sá um skipulagningu, kynningar- og markaðsmál
  • Kynnar sýningarinnar voru úr leiklistaráfanga MÍT
  • Upptaka og streymi sýningar var höndum nemenda úr kvikmyndagerð við Borgarholtsskóla
  • Grafísk hönnun kynningarefnis var gerð af nemendum í grafískri hönnun við Borgarholtsskóla

Samstarf þetta, á milli MÍT og Borgarholtsskóla, var það fyrsta sinnar tegundar og gekk vonum framar! Þverfagleg vinna með nemendum úr ólíkum skólum gefur dýrmæta reynslu til framtíðar. Samstarfið gekk svo vel að það verður klárlega gert aftur!

,,Ó, það er stúlka engum öðrum lík

það er hún Fröken Reykjavík

sem gengur þarna eftir Austurstræti og

á ótrúlega rauðum skóm’’ 

Þetta er úr laginu Fröken Reykjavík sem er eitt vinsælasta lag Jóns Múla og var að sjálfsögðu flutt á tónleikunum. Í flutningi lagsins á tónleikunum voru ekki meira né minna en fjórar fröken Reykjavík sem tóku lagið í glæsilegum 60’s kjólum. 

,,Sussum og sussum og róa

Ekki gráta elskan mín

Þó þig vanti vítamín. 

Þú færð í maga þinn mjóa

Melónur og vínber fín. ‘’

Úr laginu Úti er alltaf að snjóa sem er landsmönnum góðkunnugt og texti lagsins veitti innblástur fyrir heiti tónleikanna. 

Aðeins um skólann: 

Menntaskólinn í tónlist (MÍT) er nýr framhaldsskóli sem var stofnaður 2017 og býður upp á nám í klassískri- og rythmískri (jazz, popp, rokk) tónlist. Skólinn hentar bæði fyrir einstaklinga sem stefna að stúdentsprófi og þá sem vilja læra tónlist á framhaldsstigi en eru í öðrum framhaldsskólum. Eftir útskrift úr MÍT er hægt að halda áfram í háskólanám í tónlist.

Hér fyrir neðan má sjá hönnun á veggspjöldum sem nemendur í grafískri hönnun við Borgarholtsskóla útbjuggu. Valin var tillaga Sóleyjar Ragnarsdóttur sem kynningarefni fyrir tónleikana. Samhliða tónleikunum fór einnig fram listasýning þar sem öll veggspjöldin og annað efni tengt Jóni Múla voru til sýnis. 

Steinunn Rún Jakobsdóttir

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is


Anna Fanney Kristinsdóttir

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Thelma Björt Vignisdóttir

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Einar Freyr Snorrason

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Chona Mae Ann Q. Resgonia

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Steinunn Rún Jakobsdóttir

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Amanda Sjöfn Fróðadóttir

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Felix Gústafsson

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Sóley Ragnarsdóttir (vinningstillaga) 

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Tekla Rögn Ólafsdóttir

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Stefán Máni Unnarsson

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Myndir frá tónleikunum sjálfum. 

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is Söngvarar sýningarinnar sem allir voru sem klæddir upp í takt við 60’s tískuna
Stefán Árni Gylfason | Neminn.is Kynnar sýningarinnar, þau Selma og Kjalar 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search