Hvaða jarðíkorni ert þú?

Penni: Embla Waage

Hefur einhver borið þig saman við jarðíkorna? Ef þú svarar neitandi samhryggist ég innilega. Sem betur fer fyrirfinnst lausn á þessu vandamáli. Öll þekkjum við tvöföldu þríeykin: Alvin, Símon og Theódór; Birgittu, Elínborgu og Jónínu. Áhugavert væri að spyrja sig hver þeirra þú ert. 

ATH! Þar sem kvenkyns og karlkyns jarðíkornarnir eru eins að öllu leyti – verður einungis hægt að verða eitt af þrennu.

Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér?

a) pirrandi, syngur of mikið

b) pirrandi, talar of mikið

c) pirrandi, hugsar of lítið

2. Hvað er uppáhalds lagið þitt?

a) Flashing Lights með Kanye West 

b) þú hefur örugglega aldrei heyrt um það (ég er betri en þú)

c) Immi verst úr Ávaxtakörfunni

3. Hvaða dýr tengir þú mest við?

a) Jarðíkorna

b) Jarðíkorna

c) Jarðíkorna

4.  Hver er þinn helsti kostur?

a) ég er búin að brjóta tvær tennur á hjólabretti

b) ég leiðrétti oft kennara í miðjum kennslustundum

c) ég þekki munin á pepsi og coke

5. Hver er þinn helsti ókostur?

a) ég svara öllum smáskilaboðum ,,k.”

b) ég er bezzerwizzer og mun útskýra fyrir þér hvaðan hugtakið kemur

c) ég þekki ennþá ekki muninn á hægri og vinstri

Flest A: Alvin

Elsku Alvin, það er sérstakur staður í helvíti tekin frá fyrir þig. Það er ekki hægt að laga þig. Þú ert varanlega brotinn. Gangi þér vel!

Flest B: Símon

Elsku Símon, þú hefur enn von. Vissulega áttu fáa vini, en það er ekki vegna þess að allir aðrir séu svo heimskir. Hefur þú einhvern tímann verið gagnrýninn á sjálfan þig? Það að þú getur skimað í gegnum nokkrar fyrirsagnir þýðir ekki að þín skoðun sé alltaf sú rétta. Rökræður munu alltaf vera rifrildi nema þú takir þig á. Prófaðu að hlusta á það sem fólk hefur að segja.

Flest C: Theódór

Elsku Theódór, þú getur ekki talið hversu oft fólk hefur kallað þig pirrandi. Engar áhyggjur, þú ert það ekki. Ekki hlusta á annað fólk. Þú einn ert undantekning á öllum mannlegu gildum sem okkur ber að fylgja. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search