Hvaða kaffidrykkur ert þú?

Penni: Elís Þór Traustason

Kaffi er yndislegur drykkur en líka spegill inn í sálarlífið. Allir sem hafa pantað sér kaffidrykki geta staðfest þetta. Hentu öllum stjörnumerkjum manngerðargreiningum út um gluggann og finndu út úr því hver þú ert samkvæmt kaffibollanum þínum. 

Svart: Þú ert hógvær og hagkvæm týpa. Þú drekkur kaffi til að halda þér vakandi en ekki fyrir bragðið. 

Americano: Fílar það svart og sykurlaust. Þú vilt einfalt líf og líklegast gott starf til að sjá fyrir pening fyrir allt sem þú þarft að kaupa. Býrð mögulega í Kópavogi en vilt ekki viðurkenna það.

Cappuccino: Þú ert vanaföst týpa, þú fílar fólk, þér semur vel við aðra. Ferð ekki út fyrir rammann.

Latté: Það blundar í þér lítill listamaður. Þú kannt að meta að lesa góða bók eða teikna á kaffihúsi með nánustu vinum þínum.

Hafra/soja/möndlulatte: Þú ert annaðhvort með laktósaóþol eða býrð/langar að búa í Vesturbænum. Enginn millivegur. 

Espresso macchiato: Þú ert sælkeri, þú veist hvað þú vilt og setur háar kröfur um fágun. Værir til í að búa á Ítalíu.

Mokka: Þú ert ennþá meiri sælkeri. Þú kannt að meta lystisemdir lífsins. 

Íslatté: Þú vildir að þú værir á Starbucks. Það er allt í lagi, við viljum það öll líka. 

Fjórfaldur espresso: Þú ættir að slaka á í kaffidrykkjunni. Og þú ert mögulega í MR. 

Flat White: Þú ert ákveðin týpa, þú veist hvað þú vilt og ert með afar góðan kaffismekk (Hefur ekkert að gera með það að höfundur þessarar greinar kann vel að meta Flat White)

Skyndikaffi: Ef þú færð þér skyndikaffi og fílar það, þá ertu djöfullinn sjálfur í mannslíki eða ekki með bragðlauka. Skammastu þín. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search