Penni: Stefán Árni
Margir menntskælingar ætla að fara í heimsreisu eftir útskrift (ef covid leyfir og allt það) og er mikilvægt að plana vel hvert á að fara og hvernig þú ætlar að ferðast þangað. Við í framhaldsskólablaðinu ákváðum að skella upp einu dæmi af góðri evrópureisu. Miðað er við að ferðast sé í tvo mánuði, 1 vika í hverri borg og áætlaður kostnaður er ca. 1 og hálf til 2 milljónir. Mælum með að notast sem mest við farfuglaheimil og lestakerfi.
Amsterdam
Amsterdam er góð byrjun. Flugið er ekkert svakalega dýrt og ætti að virka fyrir fjárhagsáætlunina hjá flestum. Borgin er líklegast ein af fallegustu borgum í evrópu og ómissandi hlutur af öllum heimsreisum. Hægt er að skoða vindmyllur, sigla um skurði borgarinns, borða góðan mat og margt fleira.
Köln
Líklegast ein af vanmetnustu borgum í Evrópu er Köln í Þýskalandi. Hún hefur eitthvað fyrir alla. Þú getur bæði heimsótt gullfallegar og merkilegar kirkjur og við mælum líka sérstaklega með að fara á allavegana eit t af mörgum myndlistasöfnum sem eru í borginni, sögulegt mikilvægi margra listaverka á t.d. rómverska germanska safninu (þ. Römisch-Germanisches Museum) er vægast sagt áhugarvert og yfirþyrmandi. Ef þú hins vegar ert meira fyrir “öðruvísi skemmtun” er Köln líka með flesta bari í Þýskalandi miðað við höfðatölu og er borgin er líka fræg fyrir mikla skemmtistaða menningu.
Brussel
Mögnuð borg, skemmtileg og áhugarverð. Hægt er að gæðast á gómsætum belgískum mat og er menningin þarna er svakaleg. Söfnin eru með þeim áhugaverðugustu, byggingarnar eru margar gullfallegar og svo ekki sé gleymt, þá ríkir alveg þvílíkt stór súkkulaði menning í borginni og því nauðsynlegt fyrir alla súkkulaði dýrkendur að koma við í Brussel.
París
Þú getur ekki farið í evrópureisu og sleppt París. Við mælum með að finna eitthvað ágætlega ódýrt hostel, svo að peningurin fari frekar í að skoða menninguna og að borða stórkostlegan mat. Notre Dame, Móna Lísa, Effelturninn, rauðvín og ostar. Kannski smá klisjukennt en við lofum að þú munir njóta þess í botn að fara til Parísar.
Nice
Borgin er kölluð Nice la Belle, eða hið fallega Nice. Þarf ég að segja meira? Það er skilyrði að ganga Promenade des Anglais, 7 kílómetra gönguleiðina sem allir sem hafa komið þangað dýrka. Svo er Vieille Ville æðislegt hverfi með gömlum og fallegum byggingum. Allir þurfa að sem fara til Nice þurfa að koma við þar. Önnur skilyrðisför er til Parc de la Colline du Château en hann er líklegast einn af fallegustu stöðum frakklands með æðiðslegu útsýni yfir borgina
Flórens
Fæðingastaður endurreisnartímabilsins er auðvitað eitt af stöðunum sem við mælum með að fara til í reisunni. Þú verður umkringdur svo mikilvægum listaverkum. Í Uffizi Galleríinu eru verk eftir listamenn eins og Raphael, Michelangelo, Da Vinci, Botticelli, Giotto og Titian. Margar milljónir fara til Flórens bara fyrir listina en borgin býður líka upp á örugglega best gerða matinn í Ítalíu ásamt því að vera heimili tískumerkja eins og Prada, Gucci, og Salvatore Ferragamo.
Róm
Pizzur, vín og pasta, hvað annað þarftu? Hægt að skoða vatíkanið, ganga Via Sacra (hinn heilaga veg), skoða Flavíanska hringleikahúsið Collesseum og margt margt fleira.
Feneyjar
Hafnarborgin mikla skartar skurðum, endalausum stöðum úr kvikmyndum, frægum brúum og er með mikla kaffi og bar menningu. Það eru fáir bílar í feneyjum og manni líður svolítið eins og maður sé í fortíðinni. Borgin er með mjög ströng lög um sögulega varðveislu og eru því miklar líkur á að þú endir með að sigla með sömu skurðunum og þeir gerðu.
Vín
Höfuðborg Austurríkis er verða að sjá fyrir alla sem hafa áhuga á klassískri tónlist, kökum og sögu evrópu. Schönbrunn höllin er algjört verða að sjá og fyrir þá sem hafa áhuga, þá er æðisleg ópera þarna. Kaffimenningin er svakaleg og það liggur við að það sé kaffihús á hverju horni. Svo er borgin bara eina klukkustund frá Slóvakíu, vanmetnum stað í Evrópu sem er tilvalinn fyrir dagsferð.
Berlín
Berlín er sögulega mikilvæg borg, reyndar eins og flestar sem við höfum nefnt. Svo er líka stór bjórmenning og ótrúlegt en satt þá er bjór ódýrari en vatn þarna. Það er líka mikið næturlíf þarna og flott götulist.
Kaupmannahöfn
Síðasti staður í reisunni er Kaupmannahöfn. Tívolí, Litla hafmeyjan, Strikið og margt fleira. Góður endir á góðri ferð.