Fornmáladeild MR

Penni: Elís Þór Traustason


(Já, við erum ennþá til)
Þegar nemendur í grunnskólum velta fyrir sér vali á framhaldsskólum dettur þeim sjaldnast í hug sá möguleiki að fara á fornmáladeild við Menntaskólann í Reykjavík. En hvað er fornmáladeild?

Er það sértrúarsöfnuður eða alvöru námsbraut? Hvað lærir maður? Er það satt að Guðni Th. var á fornmáladeild? Eru til einhver svör???

Hvað er fornmáladeild?

Í stuttu máli er hún deild innan málabautar MR þar sem meiri áhersla er lögð á bókmenntir og fornmál. Námið mjög vel skipulagt og það sem er lært í einu fagi hjálpar í öðru. Við innskráningu í MR velur nemandi eina af tveimur brautum: málabraut eða náttúrubraut. Eftir eitt ár á málabraut mun nemandi velja sér deild, annaðhvort nýmáladeild eða fornmáladeild. Svo skiptist fornmáladeild í I og II, eftir hvaða fög maður velur innan hennar.

Kjarnafagið á fornmáladeild er latína. Hún er eitt gagnlegasta fagið og er kennd um alla Evrópu, þar sem hún er mál vísinda og mennta. Hún veitir aðgang að 2300 ára sögu af bókmenntum, allt frá hernaðarbókum Júlíusar Caesars til eðlisfræðirita Isaacs Newtons, leggur grunn að orðaforða ensku og rómönsku málanna (t.d. spænsku, frönsku), sérstaklega vísindalegum orðaforða og kennir manni ómetanlega aðferðafræði við íslenska málfræði og flest önnur tungumál.

Enska og íslenska eru hin tvö kjarnafögin, með áherslu á bókmenntir, skrif og sögu. Allir taka málvísindi sem fjallar um tungumál sem fyrirbæri, t.d. hvernig börn læra að tala, hvaða heilastöðvar stjórna málnotkun og hvernig tungumál þróast og breytast. Þeir sem vilja geta tekið forn grísku og lært um grískar og rómverskar bókmenntir. Svo taka allir á málabraut 3. mál, stærðfræði, sögu og jarðfræði.

En fyrir utan fögin, hvað lærir maður?

Það er mikil áhersla á lestur, skrif og að geta unnið úr fróðleik. Þetta er góður akademískur undirbúningur fyrir allt nám í háskóla og grunnur út í lífið. Maður gengur út með mikla tungumálakunnáttu, sögu- og menningarþekkingu, rökhugsun á ritað mál (gott fyrir lögfræði), skilning á heimildaöflun, öguð vinnubrögð, skotheldar lærdómsaðferðir o.m.fl.

Er formáladeild sértrúarsöfnuður?

Mögulega . . .


Hvað er hægt að gera eftir námið?

Námið opnar á marga möguleika fyrir háskólanám á hugvísindasviði og félagsvísindasviði.

Margir fara í lögfræði, stjórnmál, sagnfræði, alþjóðasamskipti, verkefnastjórnun og ótalmargt fleira. Það er auðvelt fyrir fornmálanema að fara í háskóla í útlöndum, þar sem þeir eru með góðan grunn í ensku og öðrum Evrópumálum.

Hvaða frægt fólk hefur lærði á fornmáladeild?

Frægir rithöfundar, eins og Þórarinn Eldjárn, uppistandarar, eins og Jakob Birgis og jafnvel forsetar, eins og Vígdís Finnbogadóttir og Guðni Th. hafa öll lært á fornmáladeild.

Hvað annað er gott við fornmáladeild?

Fornmáladeildin er oft lítill bekkur, svo það myndast oft góð stemning og mikil samheldni. Svo er farið til Rómar í skólaferð með allri deildinni. Félagslífið er svo auðvitað plús.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search