Fljótlegur morgunmatur

Ertu alltaf að drífa þig á morgnana og hefur varla tíma til að borða? Það má deila um það hvort að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins en samt sem áður getur smá næring gert daginn svo miklu betri! Hér er hugmynd að morgunmat sem tekur enga stund að undirbúa og því tilvalið að hafa til kvöldið áður.

Chia grunnur

Hráefni: 

3 msk. chiafræ

2 dl. mjólk (þarf ekki að vera venjuleg, má t.d. vera möndlu-, soja- eða rísmjólk)

*Gott er að miða við að hlutföll chiafræja og mjólkur séu 1:4

Aðferð:

Chiafræjunum og mjólkinni er hrært saman í skál eða krukku og sett inn í ískáp. Eftir 10-15 mínútur er hrært aftur í blöndunni og hún látin liggja aðeins lengur eða þar til fræin hafa bólgnað út og dregið mjólkina í sig.

Þetta er aðeins hrár grunnur og best er að setja eitthvað út í til þess að bæta við bragði. Hægt er að bæta við t.d. frosnum eða ferskum berjum, hálfum stöppuðum banana, teskeið af kakó/kanil, haframjöli, eplabitum eða hvað sem þér dettur í hug.

Fróðleikur

Chiafræ eru sannkölluð ofurfæða þar sem þau eru rík af prótínum, andoxunarefnum, trefjum og vítamínum. Þau eru einnig hrein plöntuuppspretta og henta því grænkerum vel. Í einum skammti (þremur matskeiðum) af chiafræjum eru um það bil 6 grömm af prótínum. Chiafræ eru þess vegna góð leið til þess að uppfylla prótínþörf meðalmannsins sem er um 0,8g á hvert kíló líkamsþyngdar en um 1,2g fyrir íþróttafólk

Penni: Júlíana Karítas Jóhannsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search