Á meðan samkomubanninu stendur hefur líf okkar skerst. Það er takmarkaðra sem við getum gert og við höldum okkur meira heima.
Við nemendur höfum þó þurft að halda okkar striki og farið í stúdentspróf eða lokapróf, skilað verkefnum og skrifað ritgerðir. Það getur verið erfitt að halda ótrautt áfram eins og ekkert hafi breyst í okkar umhverfi. Við verðum þó að gera okkar besta og reyna að komast yfir þetta tímabil.
Þegar við erum að bugast er gott að hugsa um sumarið sem bíður okkur og hversu dásamlegt það verður. Hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað nemendum að halda sér skipulögðum.
1. Skipuleggja fyrirfram.
Það er sniðugt að skipuleggja næsta dag, deginum áður. Til dæmist setja upp námsplan eða lista með hlutum sem þarf að gera. Því þegar þú vaknar veistu nákvæmlega hvað þú átt að gera og hvar þú átt að byrja, sem kemur í veg fyrir þann erfiðleika á morgnanna að taka upp blýantinn og vita ekki hvar maður eigi að byrja. Það að skipuleggja fram í tímann einfaldar að hefjast höndum á fyrsta verkefni dagsins. Þá byrjarðu daginn í góðum gír og heldur honum út daginn. Skipuleggðu þig fyrirfram!
2. Halda rútínu.
Það er svo auðvelt að snúa sólarhringnum við þar sem við þurfum ekki að fara snemma á fætur og mæta til dæmis í tíma. Ábyrgðin hefur algjörlega verið sett í okkar hendur og okkur ber að fylgja skólaáætlunum sem best. Það er því gott að hvílast vel en ekki fara að sofa seint og sofa langt fram á dag. Það getur verið erfiðara að koma sér að verki þegar maður vaknar svona seint og lærir langt fram á nótt. Best er að halda rútínu eins og við séum ennþá í skólanum.
3. Breyta til.
Erfitt er að halda einbeitingu ef að allir dagar eru eins og engin tilbreyting á sér stað því dagarnir renna saman í eitt. Því er sniðugt að gera að minnsta kosti einhvern einn nýjan hlut á dag svo hann verði frábrugðinn hinum dögunum. Til dæmis: skipta um læriumhverfi, læra heima hjá vini/vinkonu sinni, bjóða einhverjum í kvöldmat eða fara í göngutúr. Svona verða dagarnir áhugaverðari, við höfum því einhvers að vænta og vitum að morgunndagurinn verður ekki alveg eins og dagurinn í dag. Það er mikilvægt að breyta aðeins til á hverjum degi svo við höldumst metnaðarfull.
4. Hugsa um eitthvað annað.
Gefðu þér tíma þar sem þú ert ekkert að hugsa út í námsefnið eða þá óljósu tíma sem bíða okkar framundan. Finndu bók, þætti eða bíómynd til þess að horfa á, og gleymdu öllu sem er að gerast í kringum þig! 🙂
5. Hreyfing.
Ég get ekki ítrekað hversu mikilvægt það er að hreyfa sig. Þú verður að finna einhvern máta til þess að fá útrás eftir mikla kyrrsetu. Þú getur farið út að hlaupa, gert útiæfingar eða heimaæfingar. Ef þér finnst erfitt að gera æfingar sjálf/ur er alltaf sniðugt að draga einhvern með sér, til þess að hvetja mann áfram. Það er svo frískandi að fá sér göngutúr og njóta kyrrðarinnar, láta fyrstu sólargeisla sumarsins kæta okkur aðeins áður en við höldum aftur inn.
Ég vona að þessi atriði eru hjálpleg og að þessi tími leiðir fljótt hjá. Ég óska öllum góðs gengis í prófunum og verkefnaskilum í skólanum.
Penni: María Árnadóttir
Eftirfarandi styrktu útgáfu Framhaldsskólablaðsins:
Akrahreppur
Alþýðusamband Íslands
Apótek Vesturlands
Bifreiðaverkstæði KS
Fellabær
Fjölbraut Garðabæ
Fjölbrautarskóli Suðurnesja
Framhaldsskólinn á Laugum
Garðabær
Góa Linda
Kaupfélag Skagfirðinga
Menntakólinn á Ísafirði
Menntaskóli Akureyrar
Menntaskóli Borgarfjarðar
Menntaskólinn Laugarvatni
Menntaskólinn við Sund
Netto
Samhentir
Samstaða stéttarfélag
Síldarvinnslan
Sólrún ehf
Stofnun Árna Magnússonar
Sveitafélagið Ölfus
Verkfræðingafélag Íslands
Bakkaflöt River Rafting
Bolungarvíkurkaupstaður
DMM Lausnir
Dýralæknirinn
Fagtækni
Fljótdalshérað
Flugger ehf
Fossvélar ehf
Framhaldsskólinn á Húsavík
Friðrik Jónsson ehf
Hnýfill
Höfðakaffi
Litlalón ehf
Menntaskólinn Egilsstöðum
Norðurpóll
Promes Dalvík ehf
Rúnar Óskarsson
Set
Trésmiðja Helgi Gunnarssonar