Ljóð eftir Katrínu, orti fyrst sænsk ástarsorgarljóð

2.2

Mikið leiðist mér stríðið

einveran,

kyrrðin,

hviðan 

Það er eins og allt standi í stað

nema við 

Við höldum áfram að kroppa

krækja,

klóra,

í skorpuna

Opnum hana og þjökum 

Tæmum til að hefja síðan leikinn

á ný 

Þetta ljóð er eftir Katrín Lóu Hafsteinsdóttur sem vann 3. sæti í ljóðakeppni Framhaldsskólablaðsins. Keppnina dæmdu skáldin Karitast M. Bjarkadóttir, Jóhannes Bjarki Bjarkason Thelion, einnig þekktur sem Skoffín, og Björk Þorsteinsdóttir. 

Katrín sem útskrifast á morgun úr MH segist hafa samið ljóðið núna í samkomubanninu. Ljóðið er innblásið af hennar eigin líðan á þeim tíma og viðbrögðum heimsins við faraldrinum. ,,Maður fattar það ekki endilega fyrst, en til dæmis þegar ég nefni stríðið, það er líking við ástandið sem var. Án þess að segja of mikið þá varð þetta til út frá mínum aðstæðum á þessum tíma, bæði innri og ytri aðstæður, eigin líðan og hvernig heimurinn tekst á við þetta allt.” 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Almennt segist Katrín sækja innblástur úr umhverfi sínu og því sem hún er að fást við hverju sinni, hvort sem það er í skólanum, vinnunni eða persónulegu lífi. ,,Það er mjög mismunandi. Það er klassískt að segjast sækja innblástur úr umhverfinu sínu, en það er einhvern veginn brunnurinn. Það fer líka eftir hvernig mér líður á tilteknum tímapunkti. Oft er ég að upplifa eitthvað skrýtið eða jafnvel fyndið. Mér finnst þá gaman að reyna að setja það niður í eitthvað ljóð.” Katrín segist þó frekar eiga það til að semja þung og alvarleg ljóð. ,,Ég er að reyna að semja fleiri fyndin ljóð.”

Bækur og tónlist veita líka mikinn innblástur, það sem Katrín les hverju sinni hefur áhrif á ritstílinn. ,,Ég á það líka til að semja ljóð út frá lögum sem ég er að hlusta á og tengi einhvern veginn við sjálfa mig.” Aðspurð hvernig tónlist hún hlustar á segist Katrín vera með fjölbreyttan tónlistarsmekk og að það sé oftast bara einhver skemmtileg tónlist. ,,Það þarf ekki að vera eitthvað sérstakt.”

Katrín byrjaði að yrkja ljóð ung. Fyrst orti hún á sænsku þar sem hún bjó í Svíþjóð. ,,Ég hef haldið dagbók síðan ég var svona 9 eða 10 ára,” þegar hún var 12 ára byrjaði hún svo að yrkja ljóð. Katrín segir að það sé skemmtilegt að fara yfir þessu fyrstu ljóð sem hún samdi í dag, og sjá hvernig hún hefur þroskast. ,,Það er frekar fyndið hvað þau eru dramatísk, þetta eru allt ástarsorgarljóð. Ég byrjaði í rauninni ekki að taka því alvarlega að semja ljóð fyrr en bara fyrir tveimur árum. Þetta var alltaf bara hobbí. Ég leit aldrei á það sem eitthvað sem gæti þróast, eitthvað sem ég gæti gert að mínu.” 

Í dag stefnir Katrín á nám til að efla íslenskuna og þróa áfram ritlistina. Henni langar að gefa út ljóðabók í framtíðinni. ,,Ég er búin að vera að hugsa það í smá tíma. Ég þarf bara að finna tímann í það. Ég er með svo mikla frestunaráráttu, það er oft mjög mikið að gera hjá mér svo ég þarf að setja mjög mörg verkefni til hliðar.” Katrín segist ennþá vera að finna sig í ljóðlistinni og stíllinn er í sífelldri þróun. Það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

Penni: Sólrún Freyja Sen

Eftirfarandi styrktu útgáfu Framhaldsskólablaðsins:

Akrahreppur

Alþýðusamband Íslands

Apótek Vesturlands

Bifreiðaverkstæði KS 

Fellabær

Fjölbraut Garðabæ 

Fjölbrautarskóli Suðurnesja 

Framhaldsskólinn á Laugum

Garðabær

Góa Linda

Kaupfélag Skagfirðinga

Menntakólinn á Ísafirði

Menntaskóli Akureyrar

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskólinn Laugarvatni

Menntaskólinn við Sund

Netto

Samhentir

Samstaða stéttarfélag

Síldarvinnslan

Sólrún ehf

Stofnun Árna Magnússonar

Sveitafélagið Ölfus

Verkfræðingafélag Íslands  

Bakkaflöt River Rafting

Bolungarvíkurkaupstaður

DMM Lausnir

Dýralæknirinn

Fagtækni

Fljótdalshérað

Flugger ehf

Fossvélar ehf

Framhaldsskólinn á Húsavík

Friðrik Jónsson ehf

Hnýfill

Höfðakaffi

Litlalón ehf

Menntaskólinn Egilsstöðum

Norðurpóll

Promes Dalvík ehf

Rúnar Óskarsson

Set

Trésmiðja Helgi Gunnarssonar

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search