Með henni
ég geng með henni þegar ég tek mér kvöldgöngu þá læðist hún að mér og lyftir brjóstkassanum fram svo axlir mínar virðast breiðari maðurinn sem gengur á móti mér verður bara að halda sig lengra til hægri afhverju má ég ekki ganga í friði?
ég elska með henni þegar ég tjái mig án orða þá reisir hún vegg á milli mín og platóns svo ég geti ekki hvílt höfuðið mitt á öxl þanns sem ég elska þú skalt bara sitja stjarfur afhverju má ég ekki elska í friði?
ég yrki með henni þegar ég smíði úr tilfinningum mínum kvæði þá tekur hún vald yfir pennanum og ritskoðar svo ég skapi einhverja menningu en ekki hversdagslegt væl þetta ljóð fjallar um tignarlegan fjallstind um hávetur afhverju má ég ekki yrkja í friði?
ég hlusta með henni þegar ég set tónlist í gang þá treður hún sér fram fyrir mig og setur í botn eitthvað sem býr til mestu lætin svo ég geti ekki sungið með næsta lag fjallar um dóp og peninga afhverju má ég ekki hlusta í friði?
ég lifi með henni ávallt og ævinlega hún gerir mig pínulítinn hún sveltir mig tárum og einlægni
og skilur sálina eftir fátæklegri hún er sjúkleg karlmennskan
hún sem teygir sig og treður og nærist á öllu gerir það nú undir meðvitund minni
þegar hún hefur mergsogið mig svo ekkert sé eftir nema afskræmt nautaskinnið er ekkert sem gefur henni vald yfir mér
þegar ég heyri hana nálgast mig á dapurlegum skrímslajeppum sem detta í sundur við minnsta pot þá ávarpa ég hana með nafni og geng axlaslakur áfram með ljúfum tónum inn í framandi ljóðanóttina og ég geri það í friði
Þetta ljóð samdi Björn Ingi Baldvinsson sem útskrifaðist úr MH í gær. Ljóðið vann 2. sæti í ljóðakeppni Framhaldsskólablaðsins.
Björn byrjaði að semja ljóð í sjöunda bekk í grunnskóla. ,,Ég byrjaði að semja ljóð sem krakki. Ég veit ekkert afhverju ég byrjaði þá. Síðan tók ég mér pásu þegar ég byrjaði í menntaskóla, ekki meðvitað, og byrjaði síðan aftur eftir að hafa tekið íslensku 500 áfanga,” en í þeim áfanga er fjallað um ljóð og stílbrögð. ,,Þá fékk ég ástríðuna fyrir því og byrjaði aftur að semja.”
Með henni er fallegt ljóð og fjallar fyrst og fremst um karlmennsku að sögn skáldsins. Björn segist hafa lengi setið á hugmyndinni að yrkja um þetta viðfangsefni. Ljóðið hafi hins vegar ekki fæðst fyrr en nánast upp úr þurru. ,,Síðan kom þetta bara út einhvern veginn þegar ég sast loksins niður og byrjaði að skrifa.” Í dag segist Björn yrkja mikið um sjálfan sig í óbundnu formi. Það er þó ekki meðvituð ákvörðun að gera það. ,,Það er bara það sem gerist. Það er kannski fyrir slysni stíllinn minn í dag.”
Þó ljóðaáfanginn hafi kveikt ástríðuna fyrir því að fara að yrkja aftur, voru önnur ung ljóðskáld mikil hvatning. Sem dæmi nefnir Björn Karitas M Bjarkadóttur, 20 ára ljóðskáld sem hefur þegar gefið út þónokkrar ljóðabækur. ,,Hún er ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði aftur að semja ljóð. Ég sá aðra manneskju, sem er jafn gömul mér, gefa út bækur. Það að sjá aðra gera það normalíseraði fyrir mér að yrkja ljóð. Mér fannst það ógeðslega flott og hugsaði að ég gæti gert það líka.” Sjálfur gæti Björn hugsað sér að gefa út bók, ,,sú hugmynd hefur allavega komið upp og ég er alveg að íhuga það.”
Fyrst og fremst stefnir Björn á kvikmyndagerðina. ,,Ég er aðallega að horfa til LHÍ, af því þar er mögulega að fara að opna kvikmyndabraut. Það væri geggjað að fara þangað. En þangað til hún opnar er ég örugglega bara að fara að vinna.” Ljóðagerðin mun örugglega nýtast vel í kvikmyndagerðinni og greiða leið að meistaraverkum.
Penni: Sólrún Freyja Sen
Eftirfarandi styrktu útgáfu Framhaldsskólablaðsins:
Akrahreppur
Alþýðusamband Íslands
Apótek Vesturlands
Bifreiðaverkstæði KS
Fellabær
Fjölbraut Garðabæ
Fjölbrautarskóli Suðurnesja
Framhaldsskólinn á Laugum
Garðabær
Góa Linda
Kaupfélag Skagfirðinga
Menntakólinn á Ísafirði
Menntaskóli Akureyrar
Menntaskóli Borgarfjarðar
Menntaskólinn Laugarvatni
Menntaskólinn við Sund
Netto
Samhentir
Samstaða stéttarfélag
Síldarvinnslan
Sólrún ehf
Stofnun Árna Magnússonar
Sveitafélagið Ölfus
Verkfræðingafélag Íslands
Bakkaflöt River Rafting
Bolungarvíkurkaupstaður
DMM Lausnir
Dýralæknirinn
Fagtækni
Fljótdalshérað
Flugger ehf
Fossvélar ehf
Framhaldsskólinn á Húsavík
Friðrik Jónsson ehf
Hnýfill
Höfðakaffi
Litlalón ehf
Menntaskólinn Egilsstöðum
Norðurpóll
Promes Dalvík ehf
Rúnar Óskarsson
Set
Trésmiðja Helgi Gunnarssonar