Söngkeppni framhaldsskólanna frestað

Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi vegna Covid-19 faraldsins er ljóst að fresta þurfi Söngkeppni framhaldsskólanna sem halda átti þann 18. apríl. Ekki verður hægt halda hana áður en próftarnir hefjast í framhaldsskólum og eftir samráð við nemendafélög teljum við ekki vænlegt að halda keppnina eftir að skólahaldi lýkur í lok maí/byrjun júní.

Söngkeppni framhaldsskólanna verður því haldin 26. september 2020.

Athuga skal að þessi keppni mun vera fyrir skólaárið 2019-2020 og ekki hafa áhrif á að næsta keppni verði haldin vorið 2021. Í ljósi aðstæðna verður reglan sú að keppandi þurfi að vera nemandi í viðkomandi skóla á öðru hvoru skólaárinu, 2019-2020 eða 2020-2021. Nemendafélög hafa því val um að senda þann keppanda sem var skráður til keppni núna í vor, þó viðkomandi væri ekki lengur nemandi við skólann, eða finna nýjan keppenda til að senda. Áfram gildir að engin takmörkun er á hverjir megi hjálpa atriði sem bakrödd, hljóðfæraleikur og svo framvegis.

Helstu dagsetningar verða þá
1. september: Skráningarfrestur rennur út. Nemendafélög þurfa þá að senda inn staðfestingu á keppanda og atriði fyrir þann tíma jafnvel þó það sé sami keppandi og var skráður í vor.
5.-.6. september: Æfingahelgi á Akureyri
11.-13. september: Æfingahelgi í Reykjavík

Hægt verður að fá frest á skráningu fram að æfingahelgi.

Fyrir þá sem keypt höfðu miða á söngkeppnina munu miðarnir gilda 26. september. Ef ekki er hægt að nýta miðann má leita til tix.is og fá endurgreitt.

með kveðju,

Framkvæmdastjórn Söngkeppninnar 2020

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search