Fish & chips gagnrýni

Ég fór á þrjá staði sem eru með fish and chips, 101 Reykjavík street food, Grillhúsið og Alle Fredrik house.

101 Reykjavík street food

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Þessi staður var rosalega flottur, lítill og þægilegur. Það er kannski ekki alveg best að fá sér sæti þarna en staðurinn sjálfur er flottur. Starfsfólkið er voða vinarlegt, sem er alltaf gott. Fish and chips, VÁ! BESTA FISH AND CHIPS SEM ÉG HEF SMAKKAÐ!! Þetta fish and chips var bara lang best. Svona á fish and chips að vera. Staðurinn er á Ingólfsstræti 2 í 101 Reykjavík. Eina neikvæða sem ég get sagt um þennan stað er að það er mjög erfitt að borða úr þessum bökkum. Samanlagt gef ég þessum stað 9 af 10 stjörnum.

Grillhúsið

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Staðurinn sjálfur er meira í kjöti og allskonar frekar en fish and chips. Fish and chips, sjálfum finnst mér salat alls ekki passa með fish and chips. En mér fannst þetta ekki vera ekki góður fiskur. Hann var vondur, en ég hef fengið betri hjá þeim. Samtals gef ég Grillhúsinu 7 af 10 stjörnum. Grillhúsið sem ég fór á er á Tryggvagötu 20 í 101 Reykjavík.

Það eru alltaf þrír fiskar í hverjum skammti en ég fékk mér minna.

Frederiksen Ale House

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Mér finnst þessi staður vera frekar bar heldur en veitingastaður, en það er mjög flott þarna inni. Staðurinn er mjög nýtískulegur, en þetta er alltof mikill bjór staður. Fish and chips, þeir eru með salat með því eins og Grillhúsið, nema enn meira. Það var meira af salati en fiski, en stór plús eru franskarnar. Það  var rosalega dimmt þarna inni þannig það var erfitt að ná góðri mynd en það var samt rosalega kósí. Samalagt gef ég þeim 7 af 10 stjörnum.

Heilt yfir eru allir þrír staðirnir mjög góðir en þeim vantar öllum eitt, hvítlaukssósu, sem er mjög góð með fish and chips. Allavega eru staðirnir mjög snyrtilegir, sem er alltaf gott og alltaf þarft. En það er bara einn staður bestur og einn verstur. Þó einn staður sé í þriðja sæti þýðir það ekki að fiskurinn sé vondur. Allir staðirnir eru heppnir að vera í topp þremur stöðum sem ég valdi.

Í fyrsta sæti: 101 Reykjavík street food
Í öðru sæti: Fredriksen Ale  house
Í þriðja sæti: Grillhúsið

Ljósmyndir: Kolbeinn Þorsteinsson

PENNI: Kolbeinn Þorsteinsson

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search