Þrettán ára þegar hún hannaði fyrsta gripinn

Mig langaði að taka stutt viðtal við hana Hlín Reykdal og spurja út í listamannaferlið hennar. 

Í viðtalinu gefur Hlín okkur unga fólkinu ráð um að vera djörf og láta reyna á hlutina. Hlín er bæði þorinn og hefur mikið sjálfstraust í list sinni. Þessir eiginleikar hafa leitt hana á þann stað sem hún er í dag. Snúum okkur að lífi Hlínar og hvernig það þróaðist að hún og maðurinn hennar, Hallgrímur, eig farsælt fyrirtæki sem byggist á hönnunarhlutum Hlínar. 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Ákvörðun Hlínar með nám 

Hlín Reykdal ólst upp í kringum listamenn og var áhugi hennar á list ekki lengi að kvikna. Hún hafði snemma mikinn áhuga á myndlist, grafískri hönnun og fatahönnun. Gífurlegi áhugi hennar á tísku leiddi til þess að hún skráði sig í Listaháskólann í Reykjavík, í fatahönnun.

Fyrsti skartgripurinn 

Hlín var aðeins 13 ára þegar hún hannaði sinn fyrsta skartgrip. Hún hannaði hringa sem skreyttir voru með bleikum fjöðrum. Hún lét það ekki duga heldur fór hún með þá beint í búðina Spútnik til að selja þá. Útkoman kom henni á óvart því hringarnir seldust upp. 

Að listanámi loknu 

Hlín útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2009 en þá var kreppan yfirgnæfandi í samfélaginu. Á þeim tíma hafði hún vinnustofu í kjallara foreldra sinna. Þegar það var kominn tími til að selja skartgripina sem hún hafði hannað átti hún ekki nóg fyrir boxum utan um skartgripina og aðstoðaði faðir hennar hana við kaupin

Úr kjallarnum í að stofna sitt eigið fyrirtæki 

Hún var ávallt með þá framtíðar hugsjón að stofna sitt eigið fyrirtæki að leiðarljósi. Við stofnun fyrirtækisins segist hún ekki hafa hugsað alla hlutina endilega til enda og segir það stundum vera skárri kostur sem gefur henni ekki tækifærið til að ofhugsa hlutina. Strákarnir, sem voru með henni í Listaháskólanum, hönnuðu fyrir hana logoið á núverandi fyrirtæki hennar.

Velgengni Hlínar 

Hlín talar um að henni finnst fátt skemmtilegra en að takast á við erfiðar áskoranir og sigrast á þeim. Hún hafði ávallt sjálfstraust sitt sem listakonu með sér í liði. Það á ekki að koma neinum á óvart, enda byrjaði hún ung í þessum bransa. Hlín gefur unga fólkinu það ráð að láta reyna á hlutina. Ekkert gerist ef beðið er eftir tækifærum, maður verður að skapa þau sjálfur. Það er upp á okkur komið að framkvæma hlutina 

Hún segir líka að maður á að gera sitt besta í öllu því sem sem tekið sér fyrir hendur og vanda sig í ferlinu. 

Hlín minnist á að það kom tími þar sem hún vissi ekkert hvað hún var að gera. Þó að bakþanki og vangaveltur séu eðlilegar tilfinningar þegar kemur að fyrirtækjastofnun, lét hún þær ekki stöðva sig.

Fyrirtækið Hlín Reykdal 

Hlín og maðurinn hennar reka saman netverslun og skartgripi hennar má finna í flestum hönnunarverslum á höfuðborgarsvæðinu. Sem dæmi má nefna Epal og Mebu. Á netversluninni er auðvelt að panta hluti og frí heimsending fylgir. Hlín selur skartgripi í einni búð í Englandi en hefur sýnt skartgripi sína á sýningum í fjöldamörgum borgum, þar á meðal í New York og Berlín.

Framtíðarsjón fyrirtækisins

Með tæknivæðingunni hefur margt breyst og er netverslunin dæmi um eitthvað sem Hlín hefði ekki geta fyrirséð að væri mögulegt. Tæknin hefur tekið gríðarlegum framförum og Hlín hefði aldrei getað ímyndað sér þessar öru breytingar og bendir á að kynslóðin hennar hafði aðeins þekkt til takkasíma í æsku sinni. 

Hlín segir framtíðar hugsjón fyrirtækisins sé að koma skartgripum hennar á alþjóðlegan vettvang. Þó bætti hún við að henni finnst tilbreytingaleiki lífsins vera heillandi og segist fylgja straumnum en ekki aðeins fastskorðuðum framtíðaráætlunum. Hún segir að allt geti gerst og lífið getur leitt mann á hinu ótrúlegustu staði ef því er leyft að gerast. 

Innblástur

Hlín leitar innblásturs aðallega í myndlist, gömlum handverkum og tónlist. Þó er ekki eitthvað eitt ákveðið sem vekur innblástur heldur er það samansafn þátta. Hún útskýrir að hægt sé að styðjast við ákveðinn verkferil eftir að þú finnur fyrir innblástri, þann verkferil lærir maður í Listaháskólanum. Svo eru ótalmargar hugmyndir sem þarf að velja úr og aðeins brot af þeim verða að vöru. Hönnuðir þurfa að íhuga að efnunum sem eru notuð og kostnaður þeirra spilar inn í hvaða hugmyndir verða framkvæmdar og hverjar ekki. 

Hlín segir að oftast þurfi að einfalda hugmyndina svo hægt sé að framkvæma hana. Hún ústkýrir að það tekur rúmt hálft ár að þróa vöru, þangað til hún er tilbúin til sölu. 

Skartgripir Hlínar

Skartgripir Hlínar einkennast af fallegum litasamsetningum. Litir spila stóran þátt í skartgripum hennar, hún hugsar mikið út í þá. Skartgripir hennar eru einstakir, vandaðir og hver og einn gripanna hefur fengið þann tíma sem hann þarf til að geta sýnt alla sína fegurð, á milli handa Hlínar.

Lokaorð

Einstaklega ánægjulegt var að taka viðtalið við Hlín. Mér finnst ferillinn hennar vera ótrúlegur, og það að ákveða svona ung hvert hana langaði að stefna. Mér finnst hún segja marga áhugaverða hluti og ætla sjálf að tileinka mér þá. Ég hvet fólk eindregið til að skoða vönduðu heimasíðuna, þar sem finna má netverslunina. 

Slóðin að heimasíðu Hlínar er: hlinreykdal.com 

PENNI: María Árnadóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search