Sagan

Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) var stofnað þann 4.nóvember árið 2007 við sameiningu Hagsmunafélags framhaldsskólanema og Iðnnemasambands Íslands, en Félag framhaldsskólanema hafði liðið undir lok nokkrum árum fyrr.


Markmiðið með stofnun SÍF var að setja á laggirnar stórt og öflugt hagsmunafélag fyrir alla nema sem stunda nám á framhaldsskólastigi á Íslandi. Sameinuðu félagi var ætlað að reyna að brúa það bil sem hafði lengi verið milli bók- og iðnnáms ásamt því að tryggja að ekki yrði brotið á réttindum eða hagsmunum framhaldsskólanema.


Starfsemin

Á þeim árum sem SÍF hefur starfað hefur félagið náð að verða kröftugt þrýstiafl í samfélaginu og helsti tengiliður framhaldsskólanema við stjórnvöld sem og fleiri hagsmunaaðila.


Nemendafélög allra framhaldsskóla landsins eiga aðild að SÍF og er sambandið því hagsmunastök allra framhaldsskólanema.


SÍF er með þjónustusamning við Menntamálaráðnuneytið og á sambandið fulltrúa í ýmsum ráðum og nefndum á vegum ríkisins sem fjalla um málefni tengd framhaldsskólanemum. Þannig fær SÍF tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum sem tengjast hagsmuna nemenda. 


Verkefni SÍF

Verkefni SÍF eru afar fjölbreytt en meðal þeirra eru:Aðal- og samandsþing SÍF sem hvort um sig eru haldin einu sinni á ári með fulltrúum nemenda af öllu landinu.


*Umsagnir um frumvörp til laga.

*Þátttaka í erlendum verkefnum í gengum systursamtök.

*Aðstoðar nemendur og nemendafélög við úrvinnslu atvika, skipulagningu viðburða eða annað. 

*Umbótaverkefni ýmiskonar.

*Ég kýs skuggakosningar í samstarfi við LUF.

*SÍF á fulltrúa í stjórn Menntasjóðs námsmanna (áður LÍN).

*SÍF á fulltrúa í stjórn Vinnustaðanámssjóðs.


Öllum framhaldsskólanemum er velkomið að hafa samband við SÍF telji þeir að sambandið geti veitt þeim aðstoð.


Alþjóðastarf

Sambandið er aðili að OBESSU (The Organizing Bureau of European School Student Unions), regnhlífasamtökum hagsmunafélaga námsmanna í Evrópu. Alþjóðafulltrúi SÍF, eða aðrir fulltrúar SÍF, sækja viðburði á vegum Obessu eins og hægt er.

Markmið með alþjóðastarfi SÍF eru m.a. að byggja upp sterkt tengslanet við þau sambönd sem standa okkur hvað næst í málefnum innan Evrópu, vinna að réttindayfirlýsingum og stefnum í þágu framhaldsskólanema sem og auka við og miðla reynslu á viðburðum Obessu.





Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search