Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) verður haldið hátíðlega laugardaginn 16. september í Háskóla Reykjavíkur, stofa M104, kl.11:00 – 15:00.

Á aðalþingi koma saman allir framhaldsskólanemar á landinu og kjósa sér nýja stjórn, kjósa um lagabreytingar og móta stefnu til næstu tveggja ára.

Allir framhaldsskólanemar landsins geta boðið sig fram – óháðir því hvort þeir séu í stjórn eða gegna hlutverki nemendafélagsins í sínum skóla. 

Til að skrá sig á þingið – skráningaform er HÉR

Fjöldi fastafulltrúa hvers skóla – má sjá HÉR

Tillögur til lagabreytinga – má sjá HÉR

Til þess að tilkynna framboð – sendið póst á disa@neminn.is
Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 14.september kl.14:00 á aðalþingi.

Á þinginu sjálfu hefur hver frambjóðandi tvær mínútur til að kynna sig, það er þó ekki skylda.
Kjörgengir fulltrúar SÍF eru skilgreindir skv. 25.gr. en það eru fulltrúar aðildafélaga SÍF. Aðrir þátttakendur og frambjóðendur eru áheyrnafulltrúar, en hafa þó ekki kosningarétt. Fulltrúar félaganna með kosningarétt kjósa á staðnum og er kosningin nafnlaus.

Kosið er um 6-8 sæti í stjórn SÍF. Til umfjöllunar á þinginu er lagabreyting sem kveður á um fjölgun fulltrúa í verkefnastjórn. Ef lagabreytingin er samþykkt þá verður kosið um 8 sæti, ef ekki þá verður kosið um 6 sæti. Kosið er um forseta, varaforseta, gjaldkera, alþjóðafulltrúa, iðn- og verknemafulltrúa ásamt þremur stöðum í meðstjórn.

DAGSKRÁ
Stofa M104, opnar kl.10:40 og er gengið inn á um aðalinngang Háskólans í Reykjavík.
Þing hefst stundvíslega kl 11:00

11:00 Ávarp verkefnastjóra SÍF
11:10 Ávarp forseta SÍF. Ársskýrsla og kynning á starfi SÍF sl. ár og þau verkefni sem verða áfram með næstu stjórn
11:30 Alþjóðastarf + SAME verkefnið
11:50 Ársreikningar SÍF
12:05 Hlé – 25mín veitingar í boði
12:30 Gestafyrirlesari
13:00 Lagabreytingar kynntar
13:20 Hlé – 10mín veitingar í boði
13:30 Stefnumótun og kynning á því
14:15 Stjórnarkjör – hver og einn frambjóðandi fær allt að 2 mín til að kynna sig. 
14:45 Önnur mál
15:00 Búið

Veitingar verða við inngang og er nemendum frjálst að næla sér í drykki og léttar veitingar.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Á AÐALÞINGI LAUGARDAGINN 16. SEPTEMBER 2023

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search