
Aðildarfélög SÍF geta nýtt sér fundaraðstöðu í Hinu Húsinu gegn vægu gjaldi. Ýmsir kostir eru í boði en aðstaðan hentar vel jafnt fyrir fámenna stjórnarfundi eða fjölmenn námskeið. Ef óskað er eftir getur starfsmaður SÍF aðstoðað við skipulag eða stjórnun funda.
Vestrið
Á fyrstu hæð hússins er lokuð fundaraðstaða fyrir allt að 10 manns, nettenging, tússtafla.
Hitt
Í andyri hússins má finna Hitt þar er fundarborð með sætum fyrir 14 einstaklinga. Þar er hægt að halda fundi og fyrirlestra. Í fundarherberginu er snjallsjónvarp með HDMI tengi, tússtafla og nettenging.
Matsalur
Matsalurinn er fjölnota rými á annari hæð hússins sem hægt er að nýta til fyrirlestra og viðburðahalds. Þar er skjávarpi og tjald, nokkrir sófar og mikið gólfpláss.
Miðsalur
Miðsalurinn er fjölnota rými í miðju hússins þar er hægt að halda viðburði og nýta gólfpláss til hverskyns æfinga. Vakin er athygli á því að miðsalurinn er í opnu rými.
Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra SÍF. Panta þarf með minnst viku fyrirvara. Einnig er hægt að finna nánari upplýsingar á hitthusid.is