Lánasjóður íslenskra námsmanna tryggir hverjum þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms óháð efnahagi.

Lánasjóðnum er heimilt að veita námsmönnum lán á framhaldsskólastigi sem leggja stund á lánshæft sérnám, einnig sér sjóðurinn um veitingu jöfnunarstyrkja til nemenda á framhalsskólastigi eftir þeim reglum sem um þá gilda.

Samkvæmt lögum á Samband íslenskra framhaldsskólanema rétt á að tilnefna einn fulltrúa í stjórn LÍN til þess að standa vörð um hagsmuni nemenda á framhaldsskólastigi.

Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur er fyrir framhaldsskólanemendur sem ekki eiga rétt á námslánum.

Almenn skilyrði fyrir veitingu dvalarstyrks eru að nemandi:

  • Stundi reglubundið framhaldsnám hér á landi sem ekki er á háskólastigi eða gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi,
  • Geti ekki stundað sambærilegt nám frá lögheimili sínu.
  • Verði að vista sig a.m.k. 30 km frá lögheimili sínu og fjarri fjölskyldu vegna námsins.

Frekari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins eða á www.lin.is

 

Námslán LÍN

Lánshæft sérnám á Íslandi er löggilt iðnnám og annað a.m.k. eins árs starfsnám á framhaldsskólastigi, samþykkt af menntamálaráðuneyti, skipulagt af viðkomandi starfsgreinaráði, sem ekki er launað skv. kjarasamningi umfram grunnframfærslu á Ísland efturfarandi sérnám á Framhaldskólastigi  er eftirfarandi:

 

Sérnám á Íslandi, sbr. 1.2.2.

SKÓLI/BRAUT

ÓLÁNSHÆFT   NÁM METIÐ Í ECTS-EIN.*

HÁMARKSFJÖLDI LÁNSHÆFRA ECTS-EININGA*

ATS-skólinn

Flugumferðastj. nám Ekkert 120

Fjölbrauta-, iðn- og verkmenntaskólar

Iðngreinar

Grunnnám bíliðna Ólánshæft 0
Bíliðngreinar Ekkert 180
Grunnnám bygginga-/mannvirkjagerð Ólánshæft 0
Húsa- og húsgagnasmíði Ekkert 180
Málaraiðn Ekkert 180
Múrsmíði Ekkert 180
Grunnnám fataiðna Ólánshæft 0
Fataiðnbrautir Ekkert 180
Grunnnám matvæla/veitinga Ólánshæft 0
Matvæla- og veitingaiðngreinar Ekkert 150-180
Grunnnám málmiðna Fyrstu 45-60 60
Málmiðngreinar Ekkert 120
Grunnnám rafiðna Fyrstu 45-60 60
Rafiðngreinar Ekkert 120
Gull- og silfursmíði Fyrstu 22-30 180
Hársnyrtibraut Fyrstu 22-30 180
Meistaranám Ekkert 30-120
Pípulagnir Fyrstu 22-30 180
Símsmíði Fyrstu 22-30 180
Snyrtibraut Almenna aðfararnámið 180
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Fyrstu 22-30 150

Annað starfsnám

Atvinnuflugmannsnám Ekkert 60
Ferðamálanám Verknámið 60
Félagsliðabraut Fyrstu 22-30 90
Heilsunudd Fyrstu 22-30 120
Flugumferðarstjóranám Ekkert 30
Hljóðtækni Ekkert 90
Hjúkrunar- og móttökuritari Fyrstu 22-30 60
Leiðsögunám Ekkert 60
Lyfjatæknabraut Almenna aðfaran. 180
Læknaritarabraut Starfsnámið 90
Margmiðlunarbraut Ekkert 120
Matartæknanám Fyrstu 22-30 150
Sjúkraliðabraut Fyrstu 45-60 150
Tanntæknabraut Fyrstu 22-30 120
Tækniteiknun Fyrstu 22-30 120

Hólaskóli

Ferðamálabraut Ekkert 90
Fiskeldisbraut Ekkert 150
Hrossabraut Ekkert 150
Háskólabrú** Ekkert 90

Kvikmyndaskóli Íslands

Kvikmyndagerð Ekkert 120

Landbúnaðarháskóli Íslands

Blómaskreytingabraut Ekkert 180
Búnaðarnám Ekkert 120
Garð- og skógarpl.braut Ekkert 180
Skógræktarbraut Ekkert 180
Skrúðgarðyrkjubraut Ekkert 180
Umhverfisbraut Ekkert 180
Ylræktarbraut Ekkert 180

Lögregluskólinn

Lögreglunám Starfsnám 30

Myndlistaskólinn á Akureyri

Myndlist Ekkert 180
Grafísk hönnun Ekkert 180

Myndlistarskólinn í Reykjavík

Mótun Ekkert 120

Snyrti-Akademian

Snyrtifræði Ekkert 150
Fótaaðgerðarfræði Ekkert 90

Tannsmiðaskóli Íslands

Tannsmíðanám 60 af 240 180

Tónlistarskólar

Hljóðfæra- og söngn. e. framh.próf Ekkert 60-240
Kennaradeildir Ekkert 180
Tónmennta-/tónfræðadeildir Ekkert 180

Tækniskólinn

Útvegsrekstrarfræði Ekkert 90
Flugrekstrarfræði Ekkert 90
Skipstjórnarnám Fyrstu 45-60 180
Vélstjórnarbraut Fyrstu 45-60 240

*Fullt nám á námsári er 60 ECTS-einingar eða ígildi þeirra. Umsækjandi, sem ekki á rétt á lánum fyrstu 22-30 ECTS-einingarnar, á ekki rétt á lánum fyrsta misserið í náminu. Ef fyrstu 45-60 ECTS-einingarnar eru metnar ólánshæft nám, eru fyrstu tvö misserin ólánshæf. Samsvarandi gildir að lánsréttur fyrir 60 ECTS-einingum jafngildir lánsrétti fyrir tvö misseri (eitt námsár).

**Sjá nánar gr. 1.2.2 í úthlutunarreglum sjóðsins um þau skilyrði sem sett eru varðandi lánshæfi þessarar námsbrautar.

**Sjá nánar gr. 1.2.2. í úthlutunarreglum sjóðsins um þau skilyrði sem sett eru varðandi lánshæfi þessarar námsbrautar.

Sótt er um jöfnunnarstyrk og námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

 

Fulltrúi SÍF í stjórn LÍN er Laufey María Jóhannsdóttir, laufeymaria@neminn.is