Nýnematips:

  1. Mæting skiptir máli, mættu í tíma, líka þessa leiðinlegu, það er aldrei að vita hvaða fólki maður kynnist
  2. Mættu á viðburði – núna skiptir það mestu máli að mæta á viðburði á meðan það má halda þá, þú veist aldrei hvenær Þórólfur ákveður að skella okkur aftur í fjarnám…
  3. Taktu nesti, það er fljótt að safnast upp þegar maður kaupir mat alla daga
  4. Kauptu allar bækurnar á réttum tíma! Það er svo mikið vesen að þurfa að leita uppi bækurnar þegar þú getur ekki fundið þær.
  5. Taktu vatnsbrúsa með, það er auðveldara að komast í gegnum daginn þegar maður drekkur nóg af vatni
  6. Taktu hleðslutæki! Fyrir símann og fyrir tölvuna, það er ekkert verra en að vera með batteríslaus tæki þegar þú þarft að sitja í gegnum tvöfalda tíma.
  7. Fylgstu vel með á innu og skilaðu verkefnum (þá er það minna ves ef þú gleymir því einu sinni). 
  8. Vertu þú sjálf/t/ur! Þannig líður manni best.
  9. Farðu í nefndarviðtöl! Það er skemmtilegt og þá ertu búin/nn/ð að spjalla við allskonar fólk sem er í skólanum þínum og stækkar tengslanetið þitt. 
  10. Njóttu tímans sem þú hefur, þessi þrjú ár líða ótrúlega hratt

Elsku nýnemi sem er að lesa þetta, að byrja í menntaskóla er stórt stökk, sérstaklega núna vegna… æi þú veist, en samt sem áður er nýr kafli í lífi þínu að byrja og við mælum með því að þú nýtir tímann til hins ýtrasta og hafir gaman að því. Gangi þér vel í vetur!

Penni: Salka Snæbrá

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search