Lanbúnaðarháskóli Íslands

Penni: Embla Waage

Landbúnaðarháskóli Ísland hefur verið starfandi frá árinu 2005. Þó má rekja rætur hans lengra aftur í tímann. Skólinn eins og við þekkjum hann í dag er sökum sameiningar nokkura skóla eins og t.d. Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskólans á Reykjum. Síðan þá hefur starfsemi háskólans haft mikil áhrif á menntun og rannsóknarvinnu í náttúruvísindum hérlendis. 

Eftirfarandi er viðtal við Rósu Björk. Hún starfar sem markaðs- og kynningarmálastjóri við skólann og hefur gert það í tæp þrjú ár. Hún annast m.a. um samfélagsmiðla, vefsíðuna (www.lbhi.is) og samskipti við nemendur og utanaðkomandi.

Hvers konar nám er boðið upp á fyrir nemendur?

,,Við sérhæfum okkur í sviði landbúnaðar og skipulags. En við bjóðum upp á  bæði grunn- og framhaldsnám. Síðan bjóðum við einnig up á starfsnám. Námið hjá okkur núna skiptist upp í þrjár fagbrautir: ræktun og fæða, skipulag og hönnun og svo skógur og náttúra. Brautirnar okkar raðast allar inn á þessi fagsvið hvort sem þetta er á starsmenntastigi eða grunn- eða framhaldsstigi. Ég get líka talið upp brautirnar sem eru hjá okkur. Við erum með á BS-stigi og síðan á framhalsnámsstigi búvísindi, hestafræði, landslagsarkítektúr, skipulagsfræði (sem er á meistaranámsstigi), skófræði, náttúru- og umhverfisfræði og síðan er meistaranámsbraut sem er alþjóðleg og heitir umhverfisbreytingar á norðurslóðum. Síðan erum við með á starfsmenntanámsstigi, sem er meiri verktengd nám, allt nám sem tengist garðyrkjunni. Allt garðyrkjunámið er kennt á Reykjum. Þar er illrækt, lífræn ræktun, garð- og skógarplöntur, blómaskreytingar, skrúðgarðyrkja (sem er iðnnám) og skógur og náttúra (sem er fyrir þá sem sjá um skógrækt almennt). Síðan hér á Hvanneyri erum við með allt sem tengist búrækt og búfjárhaldi.“ 

Hvernig fólk sækir um í skólann? 

,,Það er náttúrulega ótrúlega fjölbreytt. Sérstaklega af því að við bjóðum bæði upp á starfsmenntanámið. En það blandast mjög mikið milli þeirra eldri, yngri og fólks sem er að fara út í einhvern nýjan vettvang. Námið sem er á BS-stigi er mjög þverfaglegt. Náttúruvísindi er náttúrulega mjög gegnumgangandi hjá okkur og flestir taka það. Síðan er sjálfbær þróun og það er rauði þráðurinn. En við erum náttúrulega með fólk sem sérhæfir sig bæði  í náttúruvísindum eða landbúnaði, búfjárhaldi eða jarðrækt. Síðan erum við líka með landslagsarkítektúr, sem er þá aðili sem er að vinna mikið með hönnun en tengist alltaf náttúrunni líka. Þannig þau læra grunninn í náttúruvísindum og svo hönnunina. 

En týpurnar eru mjög misjafnar og blandaðar. Það er einmitt svolítið gaman að geta kynnst fólkið á hinum brautunum … Þannig það verður ótrúlega skemmtileg dýnamík. 

Það eru þó nokkur fög sem eru samkennd, einhver grunnur sem er byggður á því sama. Þá eru þau mörg í þeim fögum saman og kynnast þá nokkuð. Síðan eru líka nemendafélög innan brautanna en þau eru síðan öll saman líka. Þannig það verður ótrúlega skemmtilegur bræðingur. Síðan eru hérna á Hvanneyri nemendagarðar þannig það myndast líka svona ,,campus-stemmning“. Því Hvanneyri er klukkutíma frá Reykjavík og aðeins út á landi… Þeir sem eru í fjarnámi koma alltaf reglulega… í verklega kennslu eða í ferðir og þá blandast þetta mjög mikið.“

Hvernig fólk kennir við skólann?

,,Við erum bæði með fólk sem kemur og kennir stundakennslu sem er þá bara beintengt í atvinnulífið. Hún er vinna eins og aðilar eru að vinna á verkfærastofum og arkítektsarstofum eða í skógrækt eða bara í skipulagsmálum. Þau koma að kenna ýmsa áfanga og síðan erum við náttúrulega með fasta kennara líka. Sumir kenna kannski meiri en aðrir og aðrir eru þá meira í rannsóknum eða því tengdu. Það blandast bara þó nokkkuð mikið.“

Hvað getur fólk fengið úr náminu? Borgar það sig ef einstaklingur hefur t.d. alist upp í sveit?

,,Það er náttúrulega mjög mikilvægt hér á Íslandi að mennta okkur í landbúnaði, ræktun og jarðtengdum fögum sem sérhæfir sig við Íslenskar aðstæður. Námið yfir allar brautirnar hjá okkur sniðið að íslenskum aðstæðum og læra á íslenska náttúru. Það er kannski svolítið rauði þráðurinn í gegn  og gera það á sjálfbæran hátt. Það er alltaf mikilvægt. Núna í dag, bara með loftslagsmálin og matvælaöryggi og allt þetta. Þannig það er bara rosa mikilvægt að við menntum okkur á þessu sviði og séum svolítið leiðandi. Tala nú ekki um núna í loftslagsbreytingum og þegar allt er að breytast. Það er rosalega mikil reynsla hjá okkur á þessum slóðum af því að  við kunnum að rækta hluti við aðstæðurnar hérna á norðurheimskauti. Í framtíðinni ætlum við að líta svolítið til þess þótt hlutirnir eigi eftir að breytast örlítið hérna líka. Við þurfum að vera undirbúin undir það líka og kunna vel á okkar land og líka verið stollt af okkar þekkingu hér. Heimurinn er farinn að líta svolítið til okkar.“

Hvaða breytingar hafði COVID-19 í för með sér á starfsemina?

,,Að einhverju leiti er farið að skoða hvað við getum gert og hvernig við getum eflt okkar matvælaframleiðslu hérna á Íslandi. Hvernig við getum verið sjálfbærari og nýtt auðlindir landsins án þess að ganga á þær. Þetta er mjög mikilvægt að gerist í menntastofnuninni og í góðu samstarfi við atvinnulífið.“

Finnst þér eitthvað standa upp úr í starfsemi skólans?

,,Mér finnst alltaf frábært að vinna með það sem við eigum heima og byggja á því sem við þekkjum. Landbúnaður er eitthvað sem er hluti af okkar menningu og hann er svo ótrúlega víður og fjölbreyttur.  Það er ekki bara ,,bóndi í þessu og bóndi í hinu“, þetta er bara ótrúlega fjölbreytt! Líka að stuðla að uppbyggingu út á landi og fjölbreytni. Ég held að það sé alltaf mikill kostur og það sér maður náttúrulega gerast í þessum skóla. Við erum náttúrulega út á landi og sérhæfum okkur á öllu sem tengist lífi og landi og síðan kemur manneskjan inn í þetta. Hvernig við getum tengt þetta allt saman. Það sem ég tek líka eftir með nemendurna er að það myndast líka ofsalega góð og fjölbreytt tengsl…

Námið hjá okkur er mjög þverfaglegt á öllum brautunum. Það opnar mjög mikið af dyrum og hjálpar þér í áttina sem þig langar að fara í. Þannig það kemur með einhvern grunn en getur svo farið mjög fjölbreyttan vettvang eftir á. Þetta gefur manni svo góða grunnþekkingu yfir svo ótrúlega margt. Þekkingu sem er ofsalega eftirsótt núna og mikilvægt að maður sé með grunninn þar. Frekar góðir möguleikar að fara í þá átt sem maður hefur áhuga á en gera samt eitthvað mikilvægt.“

Ertu með einhver ráð fyrir einstaklinga sem vilja sækja um nám?

,,Ég held það sé bara að vera með opinn hug og ekki vera hræddur við að gera það sem manni virkilega langar. Hvort sem að það er að vinna með dýr eða loftslagsmál eða að prófa bara að vera í aðeins öðruvísi umhverfi. Að hugsa um framtíðina líka. Ekki vera hrædd við að gera það sem þig langar að gera og fylgja þínum draumum og við bjóðum náttúrulega upp á ótrúlega mikið frelsi með þannig lagað. Skólinn okkar er lítill þannig það er allt frekar einstaklingsmiðað. Auðvelt að fá ráðgjöf og þjónustu og leita sér hjálpar eða fara áfram í náminu í þá átt sem maður virkilega vill. Ég segi bara ,,go for it“, þið eruð framtíðin!“

Einnig var tekið örstutt viðtal við einn nemanda skólans, Jarþrúði Rögnu Jóhannsdóttur. Hún lærir búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og segir hér frá sinni reynslu. 

Hvers vegna ákvaðstu að fara í Landbúnaðarháskóla Íslands?

,,Hef verið ákveðin í að fara í LbhÍ síðan ég var 9 ára. Mamma fór í skólann á sínum tíma.“

Hvað finnst þér helst standa upp úr í þínu námi?

,,Mér finnst helst verklegu tímarnir bæði í reiðmennsku og búsmíði standa upp úr. Það er þó mjög margt sem stendur upp úr.“

Myndir þú mæla með þessu námi? (og ef svo er, fyrir hvern?)

,,Myndi mæla 100% með náminu fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í dýralæknanám eða verða bændur.“

Hvernig er náminu háttað hjá ykkur nú á tímum COVID-19?

,,Námið hefur ekki raskast mikið hjá búfræðingunum á rímum Covid. Við höfum ennþá alltaf mætt í skólann nema hugsanlega 2 vikur.“

Ertu með einhver ráð fyrir þá sem eru að hugsa um að sækja um nám við Landbúnaðarháskóla Íslands?

,,Ef þú hefur áhuga á búskap þá er þetta rétti skólinn fyrir þig, og félagslífið er mikið!“

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur greinilega margt upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og fólkið í stíl. Skólinn veitir nemendum fremur einstaklingsmiðaða þjónustu og getur skapað spennandi tækifæri. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér starfsemi skólans á Háskóladeginum. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search