Penni: María Árnadóttir
Svör: Heiða Skúladóttir og háskólaráðið
- Fyrir þá nemendur sem hafa ekki mætt á Háskóladaginn áður, hvers mega þeir vænta?
Á Háskóladeginum kynna fulltrúar frá öllum námsbrautum allra háskóla landsins námið. Háskóladagurinn byggir á spjalli milli fulltrúanna og verðandi nemanda og myndar þar með persónulegri upplifun og nálgun. Á Háskóladeginum gefst nemendum tækifæri til að spyrja sinna spurninga og finna draumanámið sitt.
- Hvað ráðleggur þú nemendum að gera varðandi fjölda námsbrauta sem verða kynnt á deginum? (Margar námsleiðir eru í boði; mælirðu með að þau kynni sér námsbrautirnar fyrirfram áður en þeir mæta á daginn?)
Nýr vefur Háskóladagsins er í vinnslu og verður kominn í loftið 19. febrúar. Þar má finna yfirlit yfir allt grunnnám (Bachelor’s nám) í öllum háskólum landsins og leitarvél sem auðveldar verðandi nemendum leitina að rétta náminu. Þar er t.d. hægt að leita að nöfnum á námsbrautum eða nota leitarorð (e. taggs) svo sem forritun eða fjármál og þá birtast allar námsbrautir sem tengjast leitarorðinu.
- Hvernig er viðburðurinn frábrugðinn fyrri árum?
Í ár verður Háskóladagurinn haldinn með stafrænum hætti í fyrsta sinn. Kennarar og nemendur allra námsbrauta, í öllum skólum landsins munu kynna námið og svara spurningum í gegnum Zoom.
- Munu háskólarnir fyrst standa fyrir almennri kynningu á skólunum eða er meira einblínt á námsbrautirnar sem þau bjóða upp á? (Er að velta því fyrir mér hvernig háskóladagurinn byrjar? Verður fyrst talað almennt um háskólanám og hvernig fyrirkomulagið á deginum á sér stað eða velja nemendur strax hvaða námsbrautir þeir vilja skoða nánar?)
Það verður engin almenn kynning á skólunum sjálfum, heldur verða yfir 300 fjarfundir haldnir samtímis frá öllum skólum landsins með kynningu á öllum námsbrautum. Þú velur það nám sem heillar þig og ferð á þann Zoom fund. Fundirnir verða í gangi frá kl. 12 til 16 svo þér gefst nægur tími til að kynna þér margar námsbrautir.
- Fá nemendur sendar upplýsingar í tölvupósti með mikilvægar upplýsingar um hverja námsleið? Til dæmis upplýsingar um inntökupróf, um þá áfangana á hverri námsleið, um einingar og svo framvegis. Eða er því dreift á fundinum sjálfum?
(Til dæmis fékk ég upplýsingar um inntökuprófið í læknisfræði á Háskóladeginum í fyrra.)
Allar slíkar upplýsingar verða aðgengilegar á lendingarsíðu hverrar námsbrautar þar sem Zoom-fundirnir fara fram.
- Verður gefið tilefni fyrir nemendur að spurja og spjalla við nemendur/kennara á Háskóladeginum?
Er víst búin að svara þessari spurningu 🙂
- “Verða sér fundarherbegi, eða “breakoutrooms” fyrir hverja námsleið í hverjum skóla?
Þessari líka.
- Hefur undirbúningurinn í ár verið meira krefjandi í samanburði við seinustu ár?
Já, undirbúningurinn hefur verið meira krefjandi í ár í ljósi stafrænnar nálgunar. Háskólarnir nýttu tækifærið og bjuggu til sameiginlega leitarvél sem sýnir allt grunnnám á háskólastigi á landinu. Nýi vefurinn verður áfram aðgengilegur og eftir Háskóladaginn verður allt framhaldsnám (Masters nám) og Doktorsnám einnig aðgengilegt á vefnum.
- Verða námsráðgjafar á viðburðinum sem geta leiðbeint og hjálpað nemendum varðandi val á námsbrautum?
Já, náms- og starfsráðgjafar munu svara spurningum á Háskóladaginn í gegnum Zoom. Náms- og starfsráðgjafa allra skólanna má nálgast á þeirra prófíl á Haskoladagurinn.is
- Verður sér kynning um skiptinám á Háskóladeginum?
Hægt verður að fá upplýsingar um skiptinám á fundum námsbrautanna.