AÐALÞING SAMBANDS ÍSLENSKRA FRAMHALDSSKÓLANEMA haldið LAUGARDAGINN 21.SEPT. nk. í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK stofa M104. Þingið hefst kl.12:00 og stendur til ca.14:30/15:00. Veitingar verða í boði fyrir þinggesti.
Hér er skráningarform á þingið, vinsamlegast fyllið út eigi síðar en föstudaginn 20.sept. kl.12:00. https://forms.gle/uBb4FXVtgjunYasF9
Við vekjum athygli á því að SÍF styrkir þingfulltrúa sem koma utan af landi með þátttöku í ferðakostnaði. Nánari upplýsingar um ferðakostnað má nálgast hjá disa@neminn.is
Fjölda þingfulltrúa hvers skóla hefur verið sent á stjórnir nemendafélaganna í tölvupósti.
Öllum framhaldsskólanemendum er heimilt að mæta á þingið (en einungis þingfulltrúar hafa kosningarétt).
Við vekjum sérstaka athygli á því að aðalumræðuefni þingsins verður SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA. Við höfum lagt mikla áherslu á að endurvekja Söngkeppnina og ætlum að halda áfram á þeirri vegferð. Marinó Geir Lilliendahl, umsjónarmaður keppninnar, mætir á þingið og mun ræða ýmsar hugmyndir og framtíð keppninnar. Það er því AFAR MIKILVÆGT að hver skóli sendi a.m.k. einn fulltrúa á þingið sem mun koma að undankeppni Söngkeppninnar í sínum framhaldsskóla.
Hlökkum til að sjá ykkur!