Sambandsþing SÍF

Sambandsþing sambands íslenskra framhaldsskólanema verður haldið þriðjudaginn 9.apríl nk. kl.18:00 í Hinu Húsinu, Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík.

Fundurinn er ætlaður formönnum nemendafélaga, hagsmunafulltrúum og öðrum fulltrúum nemenda. Ef einhver úr þeirra hópi kemst ekki má senda staðgengil. Við hvetjum nemendafélögin til að fullnýta fulltrúasætin sín. Hér fyrir neðan má sjá hve marga fulltrúa hver skóli má senda. Formaður á fast sæti og er eindregið hvattur til þess að bjóða fulltrúum hagsmunafélaga síns skóla önnur þingsæti sem skólanum er úthlutað, t.d. hinseginfélögum, jafnréttisfélaga eða öðrum.

Hvert aðildarfélag með 500 eða færri nemendum hefur 3 fasta fulltrúa. Eftir það bætast við fulltrúar sem hér segir: 1 fulltrúi fyrir 501-700, 1 fulltrúi fyrir 701-1000, 1 fulltrúi fyrir hverja 500 nemendur þar á eftir.

SÍF niðurgreiðir bensínkostnað gegn framvísun greiðslukvittanna fyrir fulltrúa frá skólum utan höfuðborgarsvæðisins. Athugið að SÍF greiðir eingöngu ódýrasta ferðakost mögulegan.

Skráningaform, fjöldatölur í hverjum skóla ásamt dagskrá sambandsþingsins verður birt á næstu dögum. Endilega fylgist með.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search