Skráning opin á songkeppni.is

Nú er skráning hafin á söngkeppni framhaldsskólanna! Skráning fer fram á songkeppni.is en þar má einnig finna reglur keppninnar.

Umsjónaraðili söngkeppninnar í ár er Marinó Geir Lillendahl og mun hann gefa allar nánari upplýsingar um keppnina á songkeppni@songkeppni.is.

Keppnin fer fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þann 6.apríl nk. og verður í beinni útsendingu á RÚV. Mikið er lagt í undirbúning keppninnar í ár og er það von okkar að sem flestir framhaldsskólar sendi fulltrúa til þátttöku.

Á heimasíðu SÍF, neminn.is, má sjá alla sigurvegara keppninnar frá upphafi, 1990 til ársins 2023. Þar má sjá að Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð hafa unnið keppnina oftast, eða fimm sinnum hvor skóli.

Það verður spennandi að sjá hvaða framhaldsskóli mun sigra keppnina í ár!

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search