Nú er skráning hafin á söngkeppni framhaldsskólanna! Skráning fer fram á songkeppni.is en þar má einnig finna reglur keppninnar.
Umsjónaraðili söngkeppninnar í ár er Marinó Geir Lillendahl og mun hann gefa allar nánari upplýsingar um keppnina á songkeppni@songkeppni.is.
Keppnin fer fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þann 6.apríl nk. og verður í beinni útsendingu á RÚV. Mikið er lagt í undirbúning keppninnar í ár og er það von okkar að sem flestir framhaldsskólar sendi fulltrúa til þátttöku.
Á heimasíðu SÍF, neminn.is, má sjá alla sigurvegara keppninnar frá upphafi, 1990 til ársins 2023. Þar má sjá að Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð hafa unnið keppnina oftast, eða fimm sinnum hvor skóli.
Það verður spennandi að sjá hvaða framhaldsskóli mun sigra keppnina í ár!