Barna- og menntamálaráðuneytið hefur nú frumsýnt EKKÓ myndbönd sem unnin voru í samstarfi við Sólborgu Guðbrandsdóttur og Þorstein V. Einarsson ásamt RÚV um gerð þeirra.
Myndböndin voru frumsýnd í Fjölbrautaskólanum í Ármúla síðasta fimmtudag, 21.mars, ásamt því að Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, afhenti skólameistara FÁ fyrsta leiðarvísinn um EKKÓ málefni innan framhaldsskólanna. Eftir byltingu og háværar raddir framhaldsskólanema um vankunnáttu og vöntun á úrræðum í þessum málaflokki hafa ráðamenn nú hlustað, og svarað, og stigið fyrsta skrefið í átt að betrumbótum. Við fögnum því að hlustað hafi verið á framhaldsskólanemendur og við munum beita okkur fyrir því að svo verði gert áfram #SÍF