Aðalþing SÍF 16.september 2023

Laugardaginn 16. september 2023 verður aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) haldið í Háskóla Reykjavíkur, stofa M104, kl.11:00 – 15:00.

Samband íslenskra framhaldsskólanema er í eigu nemendafélaga allra framhaldsskóla landsins. 

Rödd SÍF og styrkur félagsins eru þið – framhaldsskólanemendur – og saman verðum við öflugri og búum til betra námsumhverfi fyrir framhaldsskólanemendur. Við hvetjum ykkur til þess að senda ykkar fastafulltrúa á þingið og nýta kosningarétt ykkar. Á þinginu verður stefna SÍF mótuð ásamt því að kosnir verða 6-8 fulltrúar í stjórn SÍF. 

Hvert nemendafélag á rétt á a.m.k. 3 fastafulltrúum auk þess bætast við fjöldi fastafulltrúa eftir fjölda skráðra nemenda í nemendafélag. Nauðsynlegt er að skrá sig á þingið á þar til gert skráningarfom.

Allar upplýsingar um þingið; s.s. dagskrá, fjöldi fastafulltrúa, tillögur að lagabreytingum SÍF og skráningarform má nálgast hér; https://neminn.is/um-sambandid/adalthing-2023/

Samband íslenskra framhaldsskólanema:

  • er stórt og öflugt hagsmunafélag fyrir alla nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi og er sameiginlegur grundvöllur til að ræða málefni þeim tengdum 
  • er þrýstiafl í samfélaginu og helsti tengiliður framhaldsskólanema við stjórnvöld sem og fleiri hagsmunaaðila, s.s. ráðuneyti, nefndum og sjóðum 
  • tekur þátt í erlendum alþjóðlegum verkefnum gegnum systursamtök
  • stendur við bakið á nemendafélögum framhaldsskólanna
  • stendur vörð um gæði náms og stuðlar að jöfnu aðgengi til náms

Ef nemendur telja að brotið sé á réttindum sínum með einhverjum hætti geta þeir haft samband við SÍF og fengið aðstoð við að leysa úr sínum málum. 
Til að þau málefni sem eru ykkur mikilvæg fái framgöngu er nauðsynlegt að mæta á aðalþing  koma skoðunum ykkar á framfæri og kjósa!
Öllum framhaldsskólanemendum er velkomið að mæta á þingið sem áheyrnarfulltrúar og allir framhaldsskólanemendur geta boðið sig fram til stjórnar SÍF.

Bestu kveðjur, 

Stjórn SÍF. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search