AÐALÞING 2022

Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema verður haldið hátíðlega laugardaginn 24. september í Veröld Vigdísar, Auðarsal VHV-023.

Á aðalþingi koma saman allir framhaldsskólanemar á landinu og kjósa sér nýja stjórn, kjósa um lagabreytingar og móta stefnu til næstu tveggja ára.

Allir framhaldsskólanemar landsins geta boðið sig fram og eru óháðir því að gegna hlutverki nemendafélags. SÍF vill hverja alla nemendur, í iðn- og bóknámi til að mæta og gefa kost á sér!


Til að skrá sig á þingið skal ýta HÉR

Til þess að tilkynna framboð  ýtið HÉR 

Frambjóðendur hafa tvær mínútur til að kynna sig.
Kjörgengir fulltrúar SÍF eru skilgreindir skv. 25.gr. en eru það fulltrúar aðildafélaga SÍF. Aðrir þátttakendur og frambjóðendur eru áheyrnafulltrúar, en hafa þó ekki kosningarétt. Fulltrúa félaganna með kosningarétt kjósa á staðnum og er kosningin nafnlaus.

Athugið að ekki þarf að vera kjörgengur til að skrá sig í framboð til stjórnarembætta, aðeins nemandi í iðn eða bóknámi.


Kosið er um þrjú stjórnarsæti, forseta, varaforseta, gjaldkera og alþjóðafulltrúa.
Samtals 7 sæti.

Einnig er hægt að tilkynna framboð til neminn@neminn.is

Framboðsfrestur rennur út kl 14:00 laugardaginn 24. september á aðalþingi

DAGSKRÁ
Húsið opnar 10:30 og er gengið inn á Háskólatorg, Háskóla Íslands.

Tekið er á móti gestum við stofu HT-104 á neðri hæð Háskólatorgs.
Þing hefst stundvíslega kl 11:00
Fundarstjóri: Geir Finnsson, forseti LUF
11:00-12:00
Forseti fer með ársskýrslu
Gjaldkeri fer yfir reikninga
Alþjóðafulltrúi fer yfir alþjóðastarf

12:00 – 12:30
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heldur erindi um möguleika framhaldsskólanema á Íslandi

13:00-15:00 Stefnumótun og hópefli – þátttakendum er skipt í hópa sem koma sér saman um að rita stefnu og framkvæmdaáætlun SÍF til næstu tveggja ára

15:00 -16:16 Kosning lagabreytinga og til embætta stjórnar

16:15 – Önnur mál

Veitingar verða við inngang og er nemendum frjálst að næla sér í drykki og léttar veitingar á meðan þingi.

Við þingslit verður boðið upp á mat fyrir alla þátttakendur.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Á AÐALÞINGI LAUGARDAGINN 24. SEPTEMBER 2022

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search