Góðgerlar fyrir leggöng 

Mörg okkar hafa þjást af ertingu sæðis. Sáðvökvi er nefnilega í eðli sínu mjög basískur og er þess vegna mjög ertandi fyrir leggöng sem eru súr. Þetta hafði ég ekki hugmynd um í talsverðan tíma og skildi ég ekki af hverju ég fyndi fyrir svo miklum sviða eftir smokkalausar leggangasamfarir (þá á pillunni og í lokuðu sambandi). Leiðinlega staðreyndin er s.s. sú að sæði svíður! Hvers vegna, þú hinn ósvífni og fláráði Skapari, hvers vegna?! Ég fæ bara hugsað aftur til þess þegar að ég las um Hekúbu með brennandi kyndil á milli lappanna. Ég sé hreinlega ekki rökin, eða góðvildina, í því að hanna sæðisfrumur, leggöng, eggjastokka og boðefni sem hvetja fólk til þess að nýta þau, og brenna svo upp píkubarmana með ertingu sáðvökvans. Það sökkar að eiga rómantíska og notalega stund og þurfa svo um miðja nótt að skakklappast inn á bað í neðan-mittis-sturtu þangað til að brunatilfinningunni linnir. Hingað og ekki lengra segi ég!   

Fyrir um hálfu ári kom ég auga á mestu snilld veraldar í kynlífstækjaversluninni Losta. Aðspurð segir afgreiðslukonan mér að þetta séu geltöflur sem stuðli að betri leggangaflóru. Að töflurnar myndi varnarhimnu í leggöngunum sem vinnur gegn sýkingum og styrkir einnig slímhúðina í leggöngum til þess að þola betur ertingu sáðvökva. Eftir aðeins viku ,,meðferð“, þ.e. að nota eina töflu rétt fyrir svefninn í viku, ætti slímhúðin að vera sterkari en áður. Í búðinni sá ég s.s. geltöflur sem heita Florealis Rosonia VagiCaps (einnig til sem froða). Eftir smá grúsk fór ég að koma auga á fleiri tegundir. Í apótekum ættu ofangreindu töflurnar að vera til en svo líka Vagibalance ratiopharm, Vagimoist ratiopham og gel sem heitir Multi-Gyn Actigel!  

Ég vildi að ég hefði vitað að þessum úrræðum allan þennan tíma og ég er líka viss um að ég sé ekki ein hvað varðar sæðisertingu. Hafið augun opin fyrir þessari snilld og allir ættu allavega að vita til hvaða úrræða þau geta gripið.  

Penni: Gabriella Sif Bjarnadóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: