Það var sagt mér, er setning sem sögð er en jafngildir vægri syndgun. Í stað þess að segja mér var sagt og ganga á snið við syndgunina ásamt því að minnka orðafjöldann, þjást sumir af því sem kallast hefur hin nýja þolmynd. Svona málsbrúkun er álíka léleg og t.d. …síðan var lesið textann í stað ...síðan var textinn lesinn. En ein gildasta synd þessa efnis væri; það var síðan lesið textann.
Við lestur þessa texta er auðgert að átta sig á að málfarsnotkun af þessu tagi er einfaldlega skökk. Því miður virðist ekki vera eins lafhægt að fatta það við hagnýtingu talmálsins.
Einnig er hægt að benda til dæmis á Það kom gestur til okkar í gær andspænis því að segja Gestur kom til okkar í gær. En um leið og fornafnið það er fjarlægt, er ekki lengur hægt að greina á milli gests og Gests því stóri stafurinn í upphafi setningar gleypir gest gefið að hún hafist á gesti. En í þokkabót má athuga að hrynjandinn sé meiri í setningunni með notkun fornafnsins. Það kom gestur til okkar í gær.
Þetta voru einungis yfirborðskennd dæmi, en hvar er hægt að draga línuna milli þess að réttlæta notkun það´s eða banna, og er þessi gestur tæknivæðingin sem virðist vera að breyta málinu?
Penni: Ísak Hugi Einarsson