Þar sem – en hvar?

Um eitt helsta vandamál íslenskunnar

Mig langar að hlýja mér þar sem mér er kalt hefur örugglega einhver sagt, einhvern tímann. En hvað meinti sá aðili? Þessi setning er tvíræð, þ.e. hún getur þýtt tvennt; annars vegar bendir hún til þess að einhverjum sé kalt og ætlar að hlýja sér sem afleiðu þess, en einnig merkir hún að einhverjum sé kalt á tilteknum stað (á líkamanum) og ætlar því að hlýja sér þar en ekki annars staðar. Þetta veldur að sjálfsögðu misskilningi. Viljum við ekki að tungumálið sé eins áreiðanlegt og hægt er?

Nýting réttra málvísinda er einföld lausn við þessari gátu. Það sem áðurnefndur ætti að taka til bragðs væri að nota samtengingar eins og t.d. af því að, vegna þess að eða úr því að. Prófum þá fyrstu: Mig langar að hlýja mér af því að mér er kalt. Þetta er mun greinilegra.  

Notkun þar sem getur reynst skaðleg. Hvað ef lögin yrðu sett fram á tvíræða vegu, ef vatn mætti túlka sem bensín, ef stærðfræðina mætti skilja á tvo vegu… og allt annað? Tungumálið á  ekki að vera einhver undantekning. Eina samtengingin sem hefur tvær merkingar í orðabókum er þar sem. Hinar hafa einungis eina en sú merking er orsök með röklegum árangri.

Þar sem brúkun sambandsins í orsakarsamhenginu er fáránleg, er rökréttast að fyrirbjóða notkun þess í því samhengi, m.ö.o. sem samtengingu.

Penni: Ísak Hugi


Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search