Nýnematips:
- Mæting skiptir máli, mættu í tíma, líka þessa leiðinlegu, það er aldrei að vita hvaða fólki maður kynnist
- Mættu á viðburði – núna skiptir það mestu máli að mæta á viðburði á meðan það má halda þá, þú veist aldrei hvenær Þórólfur ákveður að skella okkur aftur í fjarnám…
- Taktu nesti, það er fljótt að safnast upp þegar maður kaupir mat alla daga
- Kauptu allar bækurnar á réttum tíma! Það er svo mikið vesen að þurfa að leita uppi bækurnar þegar þú getur ekki fundið þær.
- Taktu vatnsbrúsa með, það er auðveldara að komast í gegnum daginn þegar maður drekkur nóg af vatni
- Taktu hleðslutæki! Fyrir símann og fyrir tölvuna, það er ekkert verra en að vera með batteríslaus tæki þegar þú þarft að sitja í gegnum tvöfalda tíma.
- Fylgstu vel með á innu og skilaðu verkefnum (þá er það minna ves ef þú gleymir því einu sinni).
- Vertu þú sjálf/t/ur! Þannig líður manni best.
- Farðu í nefndarviðtöl! Það er skemmtilegt og þá ertu búin/nn/ð að spjalla við allskonar fólk sem er í skólanum þínum og stækkar tengslanetið þitt.
- Njóttu tímans sem þú hefur, þessi þrjú ár líða ótrúlega hratt
Elsku nýnemi sem er að lesa þetta, að byrja í menntaskóla er stórt stökk, sérstaklega núna vegna… æi þú veist, en samt sem áður er nýr kafli í lífi þínu að byrja og við mælum með því að þú nýtir tímann til hins ýtrasta og hafir gaman að því. Gangi þér vel í vetur!
Penni: Salka Snæbrá