Hvað IPCC-skýrslan segir um framtíðina

Nýlega birtu Sameinuðu þjóðirnar IPCC-skýrsluna (e. Climate Change of 1.5AC, an Intergovernmental Panel on Climate Change). Hún er ein sú viðamesta og mikilvægasta á seinustu árum, byggð á 14.000 rannsóknum vísindamanna um allan heim. Nýjustu niðurstöður staðfesta þátt mannkynsins í hamfarahlýnun loftlagsins og bendir allt til þess að við munum ekki geta haldið meðalhita undir aukningu um 1,5C° frá því fyrir iðnbyltinguna. Stutt er í að hamfarahlýnun versni og við þurfum að leggja allt undir sölurnar til að halda meðalhitastigi plánetunnar undir 2C° aukningu. Skýrslan segir okkur að í öllum sviðsmyndum mun plánetan hlýna, jafnvel þó koltvíoxíðsútblástur yrði skorinn niður um helming fyrir 2035. Þetta snýst ekki um að koma í veg fyrir hamfarahlýnun, hún er komin. Þetta snýst um að minnka skaðann. 

Hvað merkja 1,5°?

Ef meðalhiti plánetunnar eykst um 1,5° frá því fyrir iðnbyltingu mun núverandi ástand versna. Auknir þurrkar, auknir skógareldar, auknar rigningar, flóð, öfgaveður og hitamet verður líklegast slegið á Íslandi. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var 30,5C° en um daginn var hitamet ágústmánaðar slegið, 29,5C° á Hallormsstað á Austurlandi. 

Hvað merkja 2C°?

Fyrir 2100 munum við að öllum líkindum sjá 2C° aukningu nema verði gripið til róttækra aðgerða. Þá er hætta á að hamfarahlýnun hlaupi frá okkur (e. run-away climate change) og við gætum algjörlega misst stjórnina. Hamfarahlýnun verður nokkurn veginn í veldisvexti. Umhverfisflóttamenn, auðlindastríð, skortur á nauðsynjum, öfgapólitík og mannskaði af völdum hitabylgja, flóða og þurrka verða daglegt brauð.

Hvað merkja 4C°?

Versta mögulega sviðsmynd IPCC-skýrslunnar. Hamfarahlýnun er gersamlega komin úr okkar höndum og framtíðin er svört. Mannlegt samfélag eins og við þekkjum það hangir á bláþræði og mannkynið hefur unnið sér og lífríki sínu ómældan skaða. 

Ekki panikka

Það er enn tími til aðgerða. En til þess þarf róttækar breytingar í framleiðsluferli, neyslu og samgöngum samfélaga okkar. Sumt er í höndum stjórnvalda, hérlendis eða annar staðar, en annað er innan okkar áhrifasviðs. Hvað við verslum og gerum, hvernig við borðum, klæðumst og ferðumst, allt hefur þetta smávægileg áhrif sem saman geta haft mikil áhrif. Það er ekki nóg og því er um að gera að taka mið af umhverfismálum þegar kosið verður 25. september til Alþingis. Næsti áratugur munu skipta sköpum í baráttunni við hamfarahlýnun. 

Kynnið ykkur umhverfismálin

Hægt er að lesa IPCC-skýrsluna á netinu. Ungir umhverfissinnar halda uppi vefsíðu. Við getum 

Penni: Elís

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search