Penni: Elísabet Ingadóttir 

Upp á síðkastið hef ég mikið verið að dunda mér við það að prjóna heil ósköp. Mig langar að deila með ykkur minni uppáhalds prjónakonu sem ég fann fyrir slysni á miðlinum instagram og hef ég nýtt mér hennar viðhorf á prjónaskap sem innblástur.

@laerkebagger

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Lærke Bagger er menntaður hönnuður og prjónar öðruvísi, óhefðbundnar og frumlegar flíkur og er ekki endilega of upptekin af uppskriftum og reglum tengdum prjóni. Hún leggur mikið upp úr sjálfbærni og nýtir allt afgangsgarn eins og hún mögulega getur og er útkoman meira en glæsileg. Það er hægt að benda á hana fyrir byrjendur þar sem hún er með leiðbeiningar í ,,highlights” hjá sér hvernig eigi að prjóna auðvelda en frumlega peysu, skref fyrir skref. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search