Eftir: Katrínu Valgerði, Elís Þór og Árna Pétur Árnason
Ef að þú ert menntskælingur hefur því efalaust heyrt orðið goon. En hvað þýðir þetta orð? Er það manneskja sem klæðir sig í merkjaföt, með Flóna-klippingu, reynir að vera hörð og hugsar stórt um sjálfan sig? Og enn mikilvægari spurning: hvernig fallbeygist þetta orð? Þú þarft ekki að efast lengur því að meistararnir Árni Pétur Árnason og Elís Þór Traustason tóku sig til og brugðu sér í málfasistahlutverkið og komu upp með beygingu á þessu orði sem fellur að íslensku beygingarkerfi í öllum föllum, kynjum og tölum. Að auki var búin til beyging í ávarpsfalli en það fall finnst meðal annars fyrir í latínu en það er því miður horfið úr íslensku. Ávarpsfall er notað eins og nafnið gefur til um, þegar maður ávarpar einhverja mannesku. Að því sögðu, hér er fallbeyging orðsins goon og hér eftir ber öllum íslendingum að nota þessa beygingu og ef mönnum tekst ekki að nota hana rétt er það refsivert.
Karlkyn: | Eintala: | Fleirtala: |
Nefnifall: | Gúnn | Gúnar |
Þolfall | Gún | Gúna |
Þágufall | Gúni | Gúnum |
Eignarfall: | Gúns | Gúna |
Ávarpsfall: | Gon | Gonu |
Kvenkyn: | Eintala: | Fleirtala: |
Nefnifall: | Gýna | Gýnur |
Þolfall | Gýnu | Gýnur |
Þágufall | Gýnu | Gúnum |
Eignarfall: | Gýnu | Gvenna |
Ávarpsfall: | Gvendi | Guðmundur |
Hvorukyn: | Eintala: | Fleirtala: |
Nefnifall: | Gúnt | Gún |
Þolfall | Gúnt | Gún |
Þágufall | Gúni | Gúnum |
Eignarfall: | Gúns | Gúna |
Ávarpsfall: | Gún | Gún |
Like this:
Like Loading...