Unglingar þurfa bara að vera duglegri að sofa

Penni: Stefán Árni

Að sofa ekki nóg er eiginlega orðið normið hjá unglingum. Aðeins sjö prósent sautján ára unglinga sofa nóg á skóladögum og orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema jókst um meira en helming frá 2016 til 2018. Góður svefn er mikilvægur fyrir bæði andlega og líkamlega líðan og það að 93% sautján ára unglinga sofa ekki nóg er grafalvarlegt og ætti að taka á þessu vandamáli strax.

Umræðan er samt á villivegi, það er ekki ungu fólki að kenna að þau sofi ekki nóg, það er bara einfaldlega ómögulegt. Líkamsklukkan á unglingum er seinni en hjá fullþroskaðu fólki þannig að þrátt fyrir að vilja fara að sofa, er ekki sjálfsagt að þeir geti það. Í stað þess að láta unglinga aðlaga sig að ramma samfélgsins, er mikið auðveldara og sniðugra að aðlaga ramma samfélagsins þeirra að þeim. 

Stytting skóla

Byrjum á því að lengja námstíma menntaskóla aftur. Með því að stytta menntaskóla, lengdist skóladagurinn og námsmagnið. Í stað skilar fólk sér einu ári fyrr, en skiptir það máli ef margir þeirra sem koma inn á vinnumarkaðinn eru útbrunnir og korter í kulnun? 

Styttingin hafði áhrif á námsárangur. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins kom fram að meðaleinkunn úr stúdentsprófum hafa lækkað, ásamt því að vísbendingar séu fyrir því að meðaleinkunnir nemenda í Háskóla Íslands með þriggja ára stúdentspróf séu lægri en þeirra með fjögurra ára stúdentspróf. 

Ljóst er að styttingin hefur haft fleiri neikvæð en jákvæð áhrif á líðan og námsárangur nemenda og er kominn tími til að afturkalla þessa breytingu. Við prófuðum þetta og það virkaði bara alls ekki. 

Skóladagurinn byrjar of snemma

Eins og áður kom fram er líkamsklukka unglinga seinni en annarra og væri seinkun á byrjun skóladagsins í framhaldsskólum til mikilla bóta. Jafnvel seinkun um eina klukkustund myndi breyta heilmiklu og myndi stuðla að betri lífsskilyrðum nemenda. Líkaminn unglinga virkar bara ekki þannig að þeir geti léttilega sofnað klukkan 22. Ef skólinn myndi byrja seinna, gætu unglingar náð þeim svefni sem þeir þurfa, sem skilar sér í meiri orku og einbeitingu.

Þannig stjórnvöld, hættum að kenna unglingum um slæmar svefnvenjur. Lagið frekar menntaskólakerfið, það er ekki að virka eins og það er núna.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search