Nei við hefðbundnum greinum!

Penni: Stefán Árni

Eflaust stefnir meirihluti verðandi háskólanema og núverandi framhaldskólanemar að fara í eina af heilugu þrenningunum, lögfræði, verkfræði eða læknisfræði. En vita þessir nemar að til eru miklu fleiri gráður? Þjóðin þarf nefnilega miklu meira fleiri með háskólagráður í t.d. Kennslufræði, en enn annan viðskiptafræðing. Hér er listi yfir nokkrar áhugaverðar gráður sem þið vitið kannski ekki mikið um:

Tungumálagráður

Hafiði t.d. dottið það í hug að læra tungumál? Það er vanmetinn gráða og það opnar fullt af dyrum fyrir störf í ráðuneytum, eða bókaþýðingum og bara mörgum öðrum störfum! Háskóli Ísland býður upp á nám í rússnesku, dönsku, ensku, frönsku, ítölsku, japönsku, kínversku, spænsku, sænsku og þýsku. 

Mannfræði

Það er sniðugt fyrir alla sem hafa áhuga á manneskjunni sem fyrirbæri að skoða mannfræði í háskólanum. Í mannfræði er nefnilega lögð áhersla á allt sem tengist manneskjunni. Á vefsíðu Háskóla Íslands segir: “Mannfræðin rannsakar ólík viðfangsefni svo sem þjóðerni í samtímanum, barnæsku, listir, fólksflutninga, þróunarsöguna, tengsl við umhverfið, þéttbýlismyndun og áhrifamátt miðla. Ég veit ekki með ykkur, en það hljómar rosalega áhugarvert. Ég meina, hvað er meira áhugarverðugra en manneskjan sjálf!

Heimspeki

Heimspeki er góður grunnur fyrir ritstörf, blaðamennsku og vinnu í stjórnmálum. Þú lærir að skoða allar hliðir mála, lærir rökhugsun og ferð í dýpstu spurningar sem mannkynið hefur. Eins og til dæmis: er hægt að fá pulsu með öllu?

Flugmaðurinn

Ég veit um marga sem elska að fljúga. Þau fara á flugvöllinn, setjast í flugsætið og horfa út um gluggan næstum alla leiðina.  Fyrir þá sem tengja, hafið þið pælt í því að gera flug að atvinnu? Flugakademía Íslands býður upp á frábært nám með kennslu í Hafnafirði og Reykjanesbæ, auk þess að hafa verklegar æfingar á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli.

Listaháskólinn

Þið brennið fyrir að skapa og að vera listræn en foreldrar ykkar suða í ykkur að listanám sé ógagnlegt og vilja að þið farið í lækninn eða eitthvað sambærilega öruggt og vel borgað. Ég get gefið mér það að nokkuð margir endi upp á að kasta inn handklæðinu og hlýða mömmu og pabba. Við það fólk spyr ég: viltu finna þig korter í eftirlaun í skrifstofustarfi sem þú hatar? Ef svarið er já, gott og vel. Ef svarið er nei, hvað eru þið eiginlega að pæla? Þetta er ykkar líf og aðeins þið getið stjórnað hvað þið gerið við það. Ef ykkur finnst listaháskólinn spennandi, farið í hann. Þetta er ekki flókið. Arkitektúr, hönnun, sviðslist og margt fleira spennandi er í boði. Gerðu það bara!

Landbúnaðarháskólinn

Háskólinn býður upp á nám í búfræði, blómaskreytingum, ylræktun lífrænni ræktun matjurta, garð- og skógarplönta, skógum & náttúru og skrúðgarðyrkju. Ef þú lifir fyrir að vera í kringum plöntur þá mælum við með þessu námi.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search