Átta liða úrslit Gettu betur

Átta liða úrslit Gettu betur eru nú í gangi hjá ríkisútvarpinu og eru framhaldsskólanemar límdir við sjónvarpsskjáinn alla föstudaga tuttugu mínútur í átta að kvöldi. Þegar þetta blað fer í prent hafa tvö lið nú þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Eru það Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík. 

Kvennó bar sigur úr býtum með 21 stigi gegn 15 stigum Menntaskólans í Kópavogi og skipuðu Hildur Sigurbergsdóttir, Ari Borg Helgason og Áróra Friðriksdóttir sigurliðið. Fyrir hönd MK kepptu Gunnheiður Guðmundssdóttir, Jason Máni Guðmundsson og Egill Orri Elvarsson. 

Sigurliðið frá því í fyrra, Menntaskólinn í Reyjavík sigraði með 42 stigum gegn 27 stigum Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Þar kepptu Sara Rut Sigurðardóttir, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir og Kjartan Leifur Sigurðsson fyrir FG og Víkingur Hjörleifsson, Hallgrímur Árni Hlynsson og Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir kepptu fyrir MR. 

Þann 19. febrúar mætast lið Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans og viku seinna mætast lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Verzlunarskóla Íslands.

Það verður æsispennandi að fylgjast með keppninni í ár og verður gaman að sjá hvaða skóli sigrar hinn eftirsótta hljóðnema.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search