Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema verður haldið 12. september á fjarsamskiptaforritinu ZOOM. Árlega safnast saman forystufólk nemendafélaga framhaldsskólanna og framhaldsskólanemendur til að mynda sameiginlega stefnu í málefnum nemenda og vinna að bættu menntakerfi og umhverfi á Íslandi.
Kosið verður í nýja framkvæmdastjórn á þinginu og er áhugasömum bent á að senda sitt framboð á neminn@neminn.is fyrir kl. 12:30 þann 12 september. Frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig á þinginu eða senda inn framboðsmyndband (01:30 mín).
Fyrir nánari upplýsingar um tilhögun kosninga, má hafa samband við neminn@neminn.is
Opið er fyrir framboð í eftirfarandi stöður:
Forseta
Varaforseta
Gjaldkera
Alþjóðafulltrúa
Meðstjórn (3 sæti)
Framkvæmdastjórn tekur til starfa eftir aðalþingið og starfar fram að næsta aðalþingi seinni hluta 2021.