Stökk í átt að sjálfbærni

Á föstudeginum 15. maí var vefráðstefnan ,,Stökk í átt að sjálfbærni eftir COVID-19” haldin eins og segir í fréttatilkynningu frá Loftslagsverkfallinu, CIRCULAR og Landvernd. Samkvæmt tilkynningunni horfðu 3.8 þúsund manns á streymið frá ráðstefnunni á Facebook. Fundarstjóri var Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, skipuleggjandi loftslagsverkfallanna. 

Tilgangur vefráðstefnunnar var að hefja umræðu um hvernig hægt er að styrkja efnahaginn og landið með sjálfbærni að leiðarljósi. ,,Þrátt fyrir að einhver minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda hafi átt sér stað eftir að COVID-19 skall á, er kolefni í andrúmslofti í sögulegu hámarki og loftslagsbreytingar ógna okkur enn,” segir í tilkynningunni. Í kjölfar ástandsins sem nú varir er gert ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda muni aukast gríðarlega þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast. ,,Að mörgu er því að huga og mikilvægt að þjóðfélagið hafi vettvang til umræðu, en vegna samkomubanns hafa hefðbundin tól til þess, svo sem umræðufundir og ráðstefnur, ekki verið mögulegar.” 

Kári baðst afsökunar

Samkvæmt stjórnendum fundarins gekk vefráðstefnan eins og í sögu. Þeir vonist því til að fleiri vefráðstefnur verði haldnar um þetta málefni. Fjarfundabúnaðurinn gerði það mögulegt að fá fyrirlesara alla leið frá Sviss og Saudi-Arabíu, og Íslendingar búsettir erlendus gátu sótt ráðstefnuna. Ráðstefnan byrjaði á ávarpi Kára Stefánssonar um hvernig veiran hefur fært okkur nær hvort öðru en á sama tíma skapað meiri fjarlægð á milli okkar. ,,Hann gagnrýndi umræðuna þar sem talað er um 800 millj.kr. tap á rekstri Landspítalans.” Samkvæmt Kára er það gróði frekar en tap að mannslífum hafi verið bjargað, þannig ætti líka að hugsa um loftslagsmál. ,,Kári talaði einnig fyrir grænmetisræktun stað áls, og mikilvægi þess að kynslóðirnar skili landinu í betra standi en þegar við tókum fyrir því, og endað á því að biðjast afsökunar fyrir hönd sinnar kynslóðar.”

Nýjar kröfur ferðamanna

Bjarni Herrera var svo með fyrirlestur um sjálfbær fyrirtæki og fjármál. ,,Hver manneskja getur haft 27x meiri áhrif á kolefnisfótspor sitt með því að setja lífeyrissjóðspening sinn á réttan stað samkvæmt Nordea banka,” sagði hann í fyrirlestrinum. Bjarni talaði svo til dæmis um uppbyggingu sjálfbærra fjármálamarkaða hér á landi með grænum skuldabréfum og fjárfestingum. Samkvæmt honum geta íslensk fyrirtæki bætt sig verulega þegar kemur að UFS-viðmiðum (umhverfismálum, félagslegum þáttum, og stjórnarháttum) í samanburði við erlend fyrirtæki, sérstaklega á Norðurlöndunum og í Evrópu. 

,,Ólöf Ýrr Atladóttir fyrrverandi ferðamálastjóri Íslands flutti fyrirlestur um ferðavenjur í kjölfar faraldursins og tækifæri til endurstillingar íslenskrar ferðaþjónustu. Hún velti upp spurningum um mögulegar nýjar kröfur ferðamanna um rekstur og þjónustu, sem og tækifæri sem gefast ef ferðamenn sækja í meira rými og persónulegar upplifanir. Þessi tækifæri kalla á nýjar nálganir og vöruþróun, sem geta skapað íslenskri ferðaþjónustu sérstöðu á sviði sjálfbærni.” 

Covid aðeins fyrsta höggið

Þórhildur Fjóla Þorsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Grænnar Byggðar talaði svo fyrir grænum lífsgæðum og fjallaði um breytingar á byggðarsamfélögum. Það er aukning á notkun hjólastíga og göngustíga. Þórhildur fjallaði svo um uppbyggingu Borgarlínunnar og aukningu heimaræktar. 

,,Ólafur Margeirsson hagfræðingur talaði um hagfræðina á bak við ástandið og notaði þar svokallaða ,,kleinuhringjahagfræði”, hvers markmið er að bæta velmegun án þess að ganga á auðlindir náttúrunnar. Hann talaði fyrir fjárfestingum með áherslu á aukna sjálfbærni sem innspýtingu í hagkerfið og nefndi kolefnisbindingu sem tekjuleið, aukið frelsi bænda og grænni ferðamennsku sem leiðir til þess. Ólafur undirstrikaði einnig stærðargráðu loftslagsmála, og hvernig Covid sé aðeins fyrsta höggið.”

Andri Snær Magnason lokaði svo ráðstefnunni með hugvekju. Að hans sögn hefur faraldurinn afhjúpað hvað við mannkynið getum gert, en langtíma áhrif þess eiga auðvitað eftir að koma í ljós. ,,Við sjáum hvað gerist þegar við bregðumst við og þegar við bregðumst ekki við,” sagði Andri. Við þurfum að læra af viðbragðsleysi okkar. 

,,Í heildlina var vefráðstefnan mikilvægt tól fyrir okkur til þess að ímynda okkur hvað við getum gert til þess að koma sterkari út úr faraldrinum. Við höfum nú einstakt tækifæri til þess að endurhugsa samfélag okkar, og ryðja brautina í uppbyggingu á grænu samfélagi.”

Vefáðstefnuna má finna hér.

Penni: Sólrún Freyja Sen

Eftirfarandi aðilar styrktu útgáfu Framhaldsskólablaðsins:

Akrahreppur

Alþýðusamband Íslands

Apótek Vesturlands

Bifreiðaverkstæði KS 

Fellabær

Fjölbraut Garðabæ 

Fjölbrautarskóli Suðurnesja 

Framhaldsskólinn á Laugum

Garðabær

Góa Linda

Kaupfélag Skagfirðinga

Menntakólinn á Ísafirði

Menntaskóli Akureyrar

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskólinn Laugarvatni

Menntaskólinn við Sund

Netto

Samhentir

Samstaða stéttarfélag

Síldarvinnslan

Sólrún ehf

Stofnun Árna Magnússonar

Sveitafélagið Ölfus

Verkfræðingafélag Íslands  

Bakkaflöt River Rafting

Bolungarvíkurkaupstaður

DMM Lausnir

Dýralæknirinn

Fagtækni

Fljótdalshérað

Flugger ehf

Fossvélar ehf

Framhaldsskólinn á Húsavík

Friðrik Jónsson ehf

Hnýfill

Höfðakaffi

Litlalón ehf

Menntaskólinn Egilsstöðum

Norðurpóll

Promes Dalvík ehf

Rúnar Óskarsson

Set

Trésmiðja Helgi Gunnarssonar

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search