Það getur verið flókið verk að þýða erlenda kvikmyndatitla yfir á íslensku en það hefur ekki stoppað þýðendur á RÚV í gegnum tíðina. Hér er samantekt á nokkrum góðum þýðingum og við hvetjum lesendur til að nota móðurmálið þegar talið berst að þessum myndum. Ykkur er velkomið
Dauðans Jón – Shaun of the Dead
Eddi Klippikrumla – Edward Scissorhands
Skrekkur – Shrek
Beint á ská – The Naked Gun
Í djörfum dansi – Dirty Dancing
Það gerist ekki betra – As Good as it Gets
Þrítug þrusugella – 13 Going on 30
Ökufantar – The Fast and the Furious
Á tæpasta vaði – Die Hard
Litfríð og ljóshærð – Gentlemen Prefer Blondes
Í heljargreipum – Collateral
Ástin grípur alla – Love Actually
Vítið og viðkvæmnin – Sense & Sensibility
Hr. Bean – Bean
Víkingasveitin – S.W.A.T.
Hinir ótrúlegu – The Incredibles
Austin Powers: Njósnarinn sem negldi mig – Austin Powers: The Spy Who Shagged Me
Ég, vélmenni – I, Robot
Engan æsing – Don’t be a menace
Harold og Kumar fá sér borgara – Harold and Kumar go to White Castle
PENNI: Sólrún Freyja Sen