Hvers konar háskólanám hentar þér best að menntaskólanum loknum?

Af gefnu tækifæri vil ég taka það fram að þetta próf er að engu leyti vísindalegt og byggist að öllu leyti á mínum pælingum. Það er ekkert eitt, rétt svar. Ekki láta þér bregða og fá illt í mallakút þó svo að þér lítist ekki á svarið; valið er alltaf þitt. Ef þér líst vel á niðurstöðurnar: frábært! Þú færð mína blessun til að keyra þína draumaframtíð í gang og sýna heiminum hvað í þér býr!!!

Að því sögðu, þá skulum við byrja þetta partí

Spurning 1:

Hver eru tvö uppáhalds fögin þín?

  1. Heimspeki og íslenska.
  2. Líffræði og stærðfræði.
  3. Smíði og jarðfræði. 
  4. Enska og sálfræði.
  5. Spænska og saga.

Spurning 2: 

Hefur þú gaman af íþróttum?

  1. Mér finnst voða gaman að spila hópleiki, eins og Capture the flag eða Hlaupið í skarðið.
  2. Ég dýrka allar íþróttir, sérstaklega ef ég fæ að henda boltum í fólk.
  3. Ég mæti í ræktina 6 sinnum í viku.
  4. Ekkert sérstaklega, en ég mæti ef ég þarf.
  5. Það fer algjörlega eftir því í hvernig skapi ég vakna.

Spurning 3:

Hver er langskemmtilegasti barnaþátturinn?

  1. Snillingarnir
  2. Umizoomi
  3. Dóra landkönnuður
  4. Stubbarnir
  5. Hvolpasveitin

Spurning 4:

Vinnur þú með skóla?

  1. Ég fæ 2k fyrir að passa litlu systkini mín um helgar.
  2. Ég hef ekki mikinn tíma til að vinna, tek yfirleitt vel á því yfir sumarið í staðinn.
  3. Að slá gras fyrir pening er hellað hax.
  4. Ég eyði meiri tíma í að vinna en að klára heimavinnuna. 
  5. Duh, ég byrjaði að vinna þegar ég var 10 ára.

Spurning 5:

Hvaða samfélagsmiðils gætir þú ekki lifað án?

  1. Facebook er my guilty pleasure…
  2. Ekki segja neinum, en ég er með 41k views á Tiktok.
  3. Hundafilterinn á Snapchat mun aldrei hætta að skemmta mér. 
  4. Ef Twitter væri ekki til væri líf mitt tilgangslaust.
  5. Ég er ástfangin/nn af Instagram.

Spurning 6:

Hvaða pizzu pantar þú alltaf á Dominos?

  1. Hawaii, eða Margaritu ef ég er í stuði.
  2. Dominos extra (mínus jalapeño) vegna þess að hún er svo svakalega matarmikil.
  3. Eitthvað spicy, eins og Blaze.
  4. Ég fæ mér oftast grænmetispizzur enda er Bazaar algjör klassík. 
  5. Ég bý til mína eigin pizzu, undantekningalaust.

Spurning 7:

Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér?

  1. Stand-in amma mín þegar ég þarf á henni/honum að halda.
  2. Lovable nerd. 
  3. Daðrari fram í rauðan dauðann.
  4. Skipulagðasta manneskja sem ég þekki.
  5. No bullsh*t týpa.

Spurning 8:

Hvaða forsetaframbjóðanda Demókrata líst þér best á?

  1. Amy Klobuchar lítur út fyrir að vera hress týpa.
  2. Joe Biden er solid.
  3. Pete Buttigieg, sérstaklega vegna þess að nafnið hans er svo skemmtilegt.
  4. Bernie Sanders fær mitt atkvæði.
  5. Elizabeth Warren er sú eina sem getur bjargað okkur. 

Spurning 9:

Þú kemur heim eftir óóógeðslega langan skóladag og þarft að nasla á einhverju. Hvað færðu þér?

  1. Soðið spaghettí með tómatsósu og osti.
  2. Avocado toast.
  3. Heimagerða steikarsamloku sem Gordon Ramsay væri stoltur af.
  4. Kex eða skúffuköku með mjólkurglasi (sojamjólk ef ég er í stuði).
  5. Ramen með mínu eigin secret ingredient.

Spurning 10:

Uppáhalds ártal?

  1. 1955 (Þegar Laxness vann Nóbelsverðlaunin).
  2. 1928 (Þegar Alexander Fleming fann upp pensillínið).
  3. 1903 (Þegar fyrsta flugvélin fór í loftið).
  4. 1874 (Þegar Ísland hlaut sína fyrstu stjórnarskrá).
  5. 1799 (Þegar frönsku byltingunni lauk).

NIÐURSTÖÐUR

Flest 1 = Mennta- eða ummönnunarsvið

Þú ert rólegasta manneskjan í vinahópnum og tileinkar þér mottóið ,,hygge” á öllum sviðum lífsins. Þegar vinir þínir eiga erfitt, leita þeir oftast til þín vegna þess að þeir vita að þú gefur bestu ráðin. Þér finnst fátt skemmtilegra en að kynnast nýju fólki og ef þú gætir fengið borgað fyrir það þá yrðir þú himinlifandi! Hefur þú pælt í því að vinna við kennslu eða ummönnun? Ef ekki, þá er núna frábær tími til þess. Það að hjálpa öðrum er ótrúlega gefandi starf og eitt það mikilvægasta í öllum samfélögum. Gefðu því séns, og hver veit nema þú munir aldrei sjá eftir því!

Mögulegar greinar: Leikskólakennari, þroskaþjálfari, uppeldis- og menntunarfræði, félagsráðgjöf, grunnskólakennsla, o.s.frv.

Flest 2 = Heilbrigðisvísindi

Þú hefur ábyggilega íhugað lækninn áður og ef ekki, þá hefur væntanlega einhver minnst á það við þig einhvern tímann. Þó er gott að hafa í huga að hefðbundið læknanám er ekki endilega eina leiðin, heldur gæti önnur leið innan heilbrigðisgeirans hentað þér betur. Möguleikarnir eru endalausir! Vertu viss um að skoða ítarlega allt háskólanámið sem er í boði þar sem til eru ótalmargar mismunandi greinar. Þú þarft ekki endilega að verða heilaskurðlæknir til þess að geta notið þín innan heilbrigðisvísindanna, það mikilvægasta er að þú hafir gaman af því sem þú gerir. 

Mögulegar greinar: Tannlæknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, geislatæknir, lyfjafræðingur, augnlæknir, o.s.frv.

Flest 3 = Iðnnám

Þér hefur aldrei þótt gaman að sitja kyrr lengur en 10 mínútur og þú veist vel að bóklegt nám er ekki þín sterkasta hlið. Aftur á móti hefur þér alltaf þótt verkleg fræði henta þér afskaplega vel og þú varst væntanlega með hæstu einkunnirnar í smíði og textíl í grunnskóla. Ef svo er ættir þú klárlega að íhuga einhverskonar iðnnám enda er alltaf þörf á fólki í þessi störf. Iðngreinar eru það sem heldur samfélaginu okkar saman enda ættum við afskaplega erfitt ef það væri enginn til að byggja húsin okkar eða elda matinn. Gerðu sjálfum þér greiða og láttu ekki læsa þig inni á bókasafni næstu 4 árin; skoðaðu verklegt nám og lærðu að gera eitthvað sem þér mun alltaf finnast skemmtilegt!

Mögulegar greinar: Húsasmíði, rafvirki, kokkurinn, arkitekt, tölvuverkfræði, hönnun, pípari, o.s.frv.

Flest 4 = Hugvísindi

Þér finnst fátt skemmtilegra en rökræður (og þú hefur alltaf rétt fyrir þér, sama hvað aðrir segja). Náttúrufræði er ekkert nema bull að þínu mati og satt best að segja á siðfræði frekar heima á námsskránni. Þú hefur lúmskt gaman af því að læra (nema það sé eðlisfræði), þrátt fyrir að hópverkefni séu í flestum tilvikum, (afsakið orðbragðið), a pain in the ass. Þú einfaldlega vinnur betur upp á eigin spýtur. Nám í hugvísindum er líklega eitthvað sem hentar þér best ef þú hefur áhuga á að vera alltaf að læra eitthvað nýtt. Leyfðu þínum innri nörd að taka við stjórn og gríptu tækifærið! Hver veit nema þú verðir næsti forseti Íslands?

Mögulegar greinar: Lögfræði, málvísindi, stjórnmálafræði, tungumál, sálfræði, fjölmiðlafræði, hagfræði, o.s.frv.

Flest 5 = Ekkert háskólanám

Ekkert háskólanám? Las ég rétt? Já kæri lesandi, þú last alveg hárrétt. Það er klárlega ekkert náttúrulögmál að allir þurfi að fara í háskóla og það getur vel verið að þú sért einn þeirra sem finnur sig frekar utan akademískra stofnanna. Steve Jobs, Bill Gates, jafnvel Oprah hættu öll í háskóla, og sjáið hverju þau áorkuðu í lífinu! Árangur í lífinu er ekki byggður á háskólagöngu heldur því hvernig þú tekst á við áskoranir. Mikilvægast er að trúa á sjálfa/n þig og læra af reynslunni. Ef þú gefst aldrei upp, þá er allt mögulegt. 

PENNI: Arney Íris E Birgisdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search