Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í tíunda sinn

Brand Events á Akureyri og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa undirritað samning um framkvæmd Söngkeppni framhaldsskólanema árið 2020. Þetta verður í 30. skipti sem keppnin fer fram og í 10. sinn sem hún verður haldin á Akureyri.

“Keppnin hefur fest sig vel í sessi og hefur verið stökkpallur fyrir fjölmargt tónlistarfólk gegnum árin. Það er okkur mikill heiður að fá að halda keppnina aftur á þessu stóra afmælisári,” segir Hlynur Þór Jensson, framkvæmdastjóri Söngkeppninnar 2020, en hann stýrði keppninni fyrst árið 2003 og hefur komið að framkvæmd margra söngkeppna og stórra sjónvarpsviðburða.

Jóhanna Steina Matthíasdóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hlynur Þór Jensson framkvæmdastjóri Söngkeppni framhaldsskólanna við undirritun samningsins.
Auður Aþena Einarsdóttir | Neminn.is Jóhanna Steina Matthíasdóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hlynur Þór Jensson framkvæmdastjóri keppninnar við undirritun samningsins.

Söngkeppni framhaldskólanna hefur vaxið mikið á þessum 30 árum og er langur listi þeirra tónlistarmanna sem hafa stigið sín fyrstu skref á stóra sviðinu þar gegnum árin. Má þar nefna Glowie, Sölku Sól, Pál Óskar, Eyþór Inga og Hjaltalín.

Jóhanna Steina Matthíasdóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nú þegar farið að bera á tilhlökkun nemenda fyrir keppninni í vor enda leggi skólarnir oft mikið í sína innanskólakeppni. „Í mörgum skólum er þetta hápunktur vetrarins þar sem afar efnilegir nemendur, söngvarar framtíðarinnar, etja kappi hver við annan og því valið um hver fari í stóru keppnina fyrir hönd skólanna, oft erfitt en líka mjög skemmtilegt,” segir Jóhanna.

“Það hefur verið áhugavert að kafa í sögu keppninnar í undirbúningi þessa afmælisárs og mikið verðmæti fyrir menningarlíf okkar Íslendinga að þessi keppni hafi lifað öll þessi ár. Í gegnum forkeppnir skólanna og aðal keppnina fá mörg hundruð ungmenna á hverju ári tækifæri til að koma fram eða stýra tæknimálum í metnaðarfullum viðburðum. Það er verðmætur skóli fyrir marga.” segir Hlynur.

Frekari upplýsingar veitir Örlygur Hnefill Örlygsson upplýsingafulltrúi Brand Events í síma 463 3399.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search