Penni: Elís Þór Traustason
Ég sé fyrir mér ljósar strendur, tærbláan sjó og kalkhvíta kletta. Húsin eru smá og liggja þétt saman á hæðinni, grænar klifurjurtir skríða eftir veggjunum. Strætin eru mjó og skuggsæl.
Fyrr um daginn hefði ég farið í teygjustökk, daginn þar áður skoðað steinrústirnar í Knossos, einar elstu minjar Grikklands.
Ég dvel við þessar ímyndanir meðan ég opna vefsíðuna hjá ferðaskrifstofunni. Ég finn pöntunina mína. Ég smelli á „aflýsa“ og dæsi. Engin útskriftarferð á mig. Virðist sem ég muni aðeins ferðast innanhauss í sumar.