Verklegt framhaldsnám

Spurningar: María Árnadóttir

Ég sendi nokkrar spurningar á Viktoríu Sól Birgisdóttur þar sem ég vissi að hún stundaði nám í Tækniskólanum. Mig langaði að komast að því afhverju hún valdi það skapandi nám sem hún er í dag. 

Hvaða menntaskóla varst þú í?

 Ég hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri, MA er góður skóli og félagslífið er frábært en ég fann það á öðru ári að mig langi til þess að fara í meira skapandi nám. Ég færði mig því yfir í Tækniskólann og byrjaði grunnnám upplýsinga-og fjölmiðlagreina fyrir undirbúning í grafískri miðlun. 

Við hvaða skóla stundaru nám við? 

Nú í haust langaði mig til að fara í meira nám eftir að hafa klárað grafíska miðlun vorið 2018 og sótti um á sérsvið í ljósmyndun í Tækniskólanum.

Afhverju valdiru þá braut sem þú ert á? 

Stuttu eftir fermingu fékk ég mína fyrstu Canon myndavél og það skemmtilegasta sem við vinkonunnar gerðum var að stílisera hvor aðra og mynda. Það liðu svo nokkur ár þar sem að myndavélin safnaði ryki en síðan kviknaði áhuginn aftur síðastliðin tvö ár þar sem ég starfaði fyrir NTC við auglýsingagerð og fékk að vinna með mörgum frábærum ljósmyndurum.

Fannst þér erfitt að ákveða hvað þú vildir læra?

 Mér fannst smá erfitt að velja nám en aðalega af því að það var svo margt sem að mig langaði til að gera. Ég ákvað því að gera hugtakakort fyrir nokkrum árum sem að hjálpaði mér mikið en svo áttaði ég mig líka á því að það er hægt að mennta sig í fleira en einni grein.

Hvað er þitt draumastarf?

 Ég hef mikinn áhuga á tísku og hönnun og draumurinn væri að starfa sem tísku og auglýsingaljósmyndari. Einnig væri gaman að geta tvinnað grafíkinni og ljósmynduninni á einhvern skemmtilegan hátt.

Hvaða áfangi stendur upp úr hjá þér? 

Ég er í myndatöku áfanga þar sem við lærum myndbyggingu, að beita flassi á skapandi hátt og á ljós í mismunandi aðstæðum. Þar fáum við ótrúlega fjölbreutt verkefni þar sem að hugmyndaflugið fær að ráða för. Það verkefni sem hefur staðið upp úr er klárlega tískumyndataka. Einnig er í áfanga þar sem við lærum stafræna myndvinnslu þar sem ég hef lært alveg ótrúlega margt og mér finnst mun skemmtilegra að myndvinnslu heldur en mig óraði fyrir. Ljósmyndasaga hefur líkað komið mér mikið á óvart, ætli áfangarnir standi ekki bara allir uppúr.

Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir eftir hana Viktoríu. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search