Dagana 1. apríl – 27. apríl 2020 lagði SÍF fyrir óformlega könnun meðal framhaldsskólanema með það að markmiði að fá innsýn inn í líðan nemenda og stöðuna á námi þeirra á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst og framhaldsskólar voru lokaðir en nemendum var gert að stunda námið heima frá þegar samkomubanni var komið á þann 16. mars 2020. Könnunin var send á skólameistara, formenn nemendaráðanna og félagsmálafulltrúa allra 31 skóla landsins og þeir beðnir um að koma henni áfram til nemenda. Ekki er vitað hvaða skólar tóku þátt þar sem könnunin var með öllu órekjanleg. SÍF sendi tölvupóst á sömu aðila, auk aðstoðar skólameistara, 20. apríl til að minna á könnunina. Samtals voru 1562 framhaldsskólanemar sem svöruðu könnuninni sem var bæði á íslensku og ensku
Hægt er að óska eftir niðurstöðum
könnunarinnar í heild sinni hjá neminn@neminn.is