Staða iðnnema og COVID-19

Framkvæmdastjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema sendir frá sér ályktun um stöðu iðnnema vegna óvissuástandsins sem nú ríkir

Samband íslenskra framhaldsskóla (hér eftir SÍF) fagnar skjótum viðbrögðum stjórnvalda við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur ollið innan menntakerfisins. SÍF situr í samráðshóp Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skólahald vegna COVID-19. Ráðuneytið hefur gert það mjög skýrt á samráðsfundum sínum að það vilji hlúa að og sinna nemendum í áhættuhópi fyrir brottfall sérstaklega og því telur SÍF nauðsynlegt að unnið sé að vönduðum lausnum fyrir iðnnema. 

Sem dæmi má nefna þá er bóklegi hluti pípulagninga 4 annir en af þessu fjögurra ára námi er vinnustaðanámið 96 vikur. Iðnnemar treysta á að verklegir og bóklegir hlutar námsins haldist í hendur og þeir séu kenndir samtímis. Því getur það reynst erfitt fyrir iðnnema að einblína einungis á bóklega hluta námsins. Einnig er vert að minnast á að bóklegt nám er í algjöri lágmarki eða ekki til staðar fyrir þá nemendur sem eru að bæta iðnnámi við stúdentspróf sitt. SÍF telur að of mikið sé undir skólanum komið að leysa úr, það er þörf á stöðluðum upplýsingum og leiðbeiningum fyrir kennara og nemendur.  

Án starfssamninga geta iðnnemar ekki lokið við námið sitt og er því mikil hætta á að nemendur flosni upp úr námi.
Í efnahagshruninu 2008 misstu margir iðnnemar starfssamninga sína og eru nemendur með áhyggjur á að óvissuástandið sem fylgdi hruninu endurtaki sig. Nú þegar eru iðnnemar byrjaðir að fá riftun á starfssamninga sína og hefur það neikvæð og letjandi áhrif bæði fyrir þá nemendur og nemendur sem hyggjast sækja um iðnnám síðar. Iðnnám á undir högg að sækja innan samfélagsins því oft á tíðum er það litið sem óæðri bóklegs náms.  Því getur það komið verulega niður á aðsókn í námið að þeir sem að stunda það á þessum fordæmalausu tímum flosna upp úr því vegna slakra viðbragða stjórnvalda. Nú þegar stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að færri og færri sækja sér iðnmenntun og því er það grundvallaratriði að tryggja að þetta óvissuástand sem nú ríkir leiði ekki af sér brottfall iðnnema eða að aðsókn í námið versni.

Því telur SÍF að það þurfi að grípa til eftirfarandi  aðgerða:

  • Að framhaldsskólar og nemendur fái staðlaðar upplýsingar og leiðbeiningar til að tryggja að nemendur séu ávallt upplýstir um sitt nám;
  • Að tryggt sé að iðnnemar missi ekki starfssamning sinn. Ef að það kemur til þess þurfa stjórnvöld og skólavöld að að tryggja að iðnnemar geti samt lokið námi með tilskilin réttindi á tilskildum tíma;
  • Að tryggt sé að iðnnemar geti framfleytt sér fjárhagslega ef til kemur að starfsnámssamningar flosna upp;
  • Að auka fjármagn til vinnustaðanámssjóðs til að tryggja að fleiri meistarar geti tekið að sér starfsnema.

Hægt er að nálgast ályktunina á PDF formi hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search