Í kvöld fundaði stjórn SÍF um stöðu framhaldsskóla og viðbrögð þeirra í kynferðisafbrotamálum.
SÍF mun leiða aðgerðahóp ásamt Sólborgu Guðbrandsdóttir og 9 öðrum sérfræðingum sem mun senda frá sér lifandi aðgerðaáætlun fyrir mánaðarlok.
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur tekið vel í þessar áætlanir og ætlar sér að vera með fyrstu skólum landsins að innleiða slíka áætlun.
SÍF vil hvetja alla skóla og skólastjórnendur landsins til að vera þátttakendur í verkefninu, láta sig málið varða og hafa tilbúna samhæfða viðbragðsáætlun við hönd áður en haust misseri klárast.