SÍF barst aðeins ein tillaga um lagabreytingar og var það frá framkvæmdastjórn sem sendir frá sér heildar lagabreytingartillögu.
Hér má lesa tillögu að nýjum lögum SÍF:
TILLÖGUR AÐ HEILDAR LAGABREYTINGUM fyrir aðalþing 2022.
1. KAFLI – NAFN OG VARNARÞING
1.gr.
Sambandið heitir Samband íslenskra framhaldsskólanema, í lögum þessum kallað SÍF. Heimili þess og varnarþing er á Rafstöðvarvegi 7-9, 110, Reykjavík.
2.gr.
SÍF eru hagsmunasamtök allra framhaldsskólanema á Íslandi. Það getur í umboði allra eða framkvæmdastjórnar, farið með samningsumboð og komið fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, skólastjórnendum eða öðrum aðilum.
2. KAFLI – HLUTVERK OG MARKMIÐ
3. gr.
Meðal hlutverka SÍF eru að:
- Verja réttindi framhaldsskólanema innan skólakerfisins og gagnvart ríkinu.
- Hafa forystu í hagsmunamálum framhaldsskólanema.
- Stuðla að jöfnu aðgengi til náms.
- Standa vörð um gæði náms.
- Styðja við bakið á aðildarfélögum sínum í hagsmunamálum þeirra.
- Vinna markvisst gegn fordómum jaðarsettra hópa í skólakerfinu
- Styðja og efla aukið samstarf á milli framhaldsskóla þegar kemur að hagsmunum nemenda.
- Stuðla að jafnrétti í framhaldsskólum.
4. gr.
SÍF starfar samkvæmt stefnuskrá sem framkvæmdastjórn leggur fram til samþykktar á aðalþingi árlega. Drög að breytingum á stefnuskrá skal senda til aðildarfélaga eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalþing. Fulltrúum á aðalþingi gefst kostur á að koma með breytingartillögur á þinginu.
Framkvæmdaráætlun skal vera mótuð til tveggja ára, og á hverju aðalþingi skal stefna fyrir þriðja árið í mótuð. Aðalþingsgestum er frjálst að koma með tillögur að stefnumálum. Liðir í framkvæmdaráætlun skulu hafa undirliði sem eru mælanleg markmið.
3. KAFLI – AÐILD OG AÐILDARFÉLÖG
5. gr.
Allir framhaldsskólanemar eru meðlimir í SÍF og gætir sambandið hagsmuna þeirra innan skólakerfisins..
Framhaldsskólanemendur skulu skipa meirihluta stjórna allra aðildarfélaga SÍF. Aðildarfélög skulu standa vörð um hagsmuni nemenda, vera óháð stjórnmálasamtökum og starfa eftir lýðræðislegum gildum.
6. gr.
Umsókn nemendafélaga að SÍF skal aðeins tekin gild berist hún sambandinu undirrituð af meirihluta stjórnar viðkomandi aðildarfélags. Einnig skal fylgja afrit af lögum félagsins. Kosið er um aðildarumsóknir á stjórnarfundum framkvæmdastjórnar, sem kýs um hvort umsækjandi standist þær kröfur sem koma fram í 5.gr. Þegar félög hafa hlotið fulla aðild inn í SÍF hafa þau atkvæðarétt á aðalþingi og sambandsstjórnarfundum. Nýkjörin aðildarfélög skulu hafa greitt aðildargjald fyrir aðalþing.
7. gr.
Hvert aðildarfélag skal greiða árgjald til félagsins, 3.000. kr. á hvern fulltrúa sem það hefur rétt á að senda á aðalþing og sambandsstjórnarfundi.
Fjöldi fulltrúa reiknast eftir stærð nemendafélaganna eins og hér segir:
Hvert aðildarfélag með 500 eða færri nemendum hefur 3 fasta fulltrúa. (9.000kr)
Eftir það bætast við fulltrúar sem hér segir:
1 fulltrúi fyrir 501-700 (12.000kr)
1 fulltrúi fyrir 701-1000 (15.000kr.)
1 fulltrúi fyrir hverja 500 nemendur þar á eftir. (18.000kr)
Úrsögn úr sambandinu er aðeins tekin gild berist hún skriflega til framkvæmdastjórnar, undirrituð af meirihluta stjórnar félagsins.
8. gr.
Aðalþing SÍF getur vikið aðildarfélagi úr sambandinu með ¾ atkvæða fundargesta. Hvert það félag sem vikið hefur verið úr sambandsstjórn SÍF missir þegar í stað öll réttindi sín innan sambandsstjórnar.
4.KAFLI – AÐALÞING
9. gr.
Aðalþing SÍF skal haldið að hausti ár hvert og eigi síðar en 1. október. Skal framkvæmdastjórn senda út skriflegt fundarboð á hagsmunafulltrúa hvers skóla og formenn hvers aðildarfélags, eigi síðar en með fjögurra vikna fyrirvara. Þá skal framkvæmdastjórn senda drög að dagskrá þingsins og geta helstu mála sem fyrir þinginu liggja. Aðalþing hefur æðsta vald í öllum málum SÍF. Aðalþing er lögmætt ef það hefur verið löglega boðað og meirihluti löggildra meðlima boðaðra er skráður á þingið.
10. gr.
Þingfulltrúar á aðalþingi eru fulltrúar í sambandsstjórn samkvæmt 15. gr.
11. gr.
Á aðalþingi skulu tekin fyrir öll þau mál er framkvæmdastjórn telur varða sambandsstjórn. Þau mál sem aðildarfélög eða einstakir framhaldsskólanemar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu þurfa að berast framkvæmdastjórn eigi síðar en 5 dögum fyrir þingsetningu og skal framkvæmdastjórn tryggja eftir bestu getu, að þau komi fyrir þingið. Einnig skal framkvæmdastjórn tryggja að liðurinn „önnur mál“ sé á dagskrá þingsins fyrir lýðræðislega umræðu.
Í öllum málum og lagabreytingatillögum ræður einfaldur meirihluti kjörgengra fundargesta, ef ekki kemur annað fram í lögum þessum.
Kjörgengir á aðalþingi eru fulltrúar aðildarfélaga samkvæmt 16. gr., sem hafa greitt aðildargjöld sín.
12. gr.
Framkvæmdastjórn SÍF hefur heimild til að bjóða gestum að sitja aðalþing sem áheyrnarfulltrúar. Hægt er að óska eftir því við framkvæmdastjórn að fá að sitja aðalþing sem gestur. Allir framhaldsskólanemendur hafa rétt á því að vera áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa ekki kosningarétt.
13. gr.
Framkvæmdastjórn skal útbúa lokað netstreymi af aðalþinginu sem allir framhaldsskólanemar eiga rétt á að fylgjast með. Auglýsing um hvernig sótt er um aðgang að streyminu skal skal búin til og send út fyrir aðildarfélög, til að deila með nemendum síns skóla eigi síður en sólarhring fyrir setningu aðalþings.
Frestur til að óska eftir aðgangi á streymið skal ekki renna út fyrr en tveimur dögum fyrir setningu aðalþings skyldi framkvæmdastjórn kjósa að hafa frest. Í auglýsingunni skal einnig koma fram hvernig framboð í framkvæmdastjórn skulu send inn og aðrar mikilvægar upplýsingar sem tengjast kosningunum.
5.KAFLI – AUKA AÐALÞING
14. gr.
Framkvæmdastjórn hefur umboð til að boða auka aðalþing eftir þörfum, þegar helmingur aðildarfélagana eða 500 framhaldsskólanemendur undirrita áskorun þess efnis. Með áskorun skal fylgja ástæða kröfu um auka aðalþing. Skal sú áskorun vera send með fundarboði. Hægt er að kjósa nýja framkvæmdastjórn á auka aðalþingi, en einungis ef það kemur fram í áskoruninni eða fundarboði.
15. gr.
Fulltrúar á aukaþingi SÍF skulu vera þeir sömu og á aðalþingi SÍF sbr. 16. gr.
16. gr.
Forseti og hagsmunafulltrúi viðkomandi aðildarfélags eru sjálfkjörnir sem þingfulltrúar óski þeir þess. Auk þeirra eru oddvitar annarra hagsmunafélaga sem starfa innan menntakerfisins skv. 3.gr.
Stjórn hvers nemendafélags er ábyrg fyrir því að útnefna aðra fulltrúa á aðalþing fyrir hönd síns nemendafélags. Fjöldi fulltrúa er skv. 7.gr
Hverju nemendafélagi er leyfilegt að skrá jafnmarga fulltrúa til vara. Varafulltrúar eru kallaðir til ef að til forfalla kemur hjá aðalfulltrúum, en mega að öðrum kosti mæta sem áheyrnarfulltrúar.
7. KAFLI – KOSNINGAR og KJÖRTÍMABIL
Fyrst er kosið í embætti forseta, því næst varaforseta, þá gjaldkera og svo alþjóðafulltrúa. Fyrst er kosið í embætti forseta, því næst varaforseta, þá gjaldkera og svo alþjóðafulltrúa. Að hverri kosningu lokinni telur kosningastjórn atkvæðin í einrúmi. Kosið er í hvert embætti fyrir sig á tilteknum seðli. Að lokum er kosið í meðstjórn, þrjár stöður.
Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í hverri atkvæðagreiðslu er réttkjörinn fulltrúi í framkvæmdastjórn. Ef tveir fulltrúar eða fleiri hljóta jafn mörg atkvæði skal kjósa á milli þeirra aftur.
Sé einungis einn aðili í framboði fyrir tiltekið embætti skal kjósa um setu viðkomandi í framkvæmdastjórn með því að rita já, nei, eða skila inn auðum kjörseðli. Séu fleiri atkvæði JÁ en NEI telst frambjóðandinn kjörinn.
20.gr.
Kjörtímabil framkvæmdastjórnar er til tveggja ára. Stjórnarmeðlimir geta að hámarki setið samfellt í stjórn félagsins í tvo kjörtímabil í senn. Forseti félagsins, varaforseti, gjaldkeri og alþjóðafulltrúi geta að hámarki gegnt hlutverki sínu í tvo ár. Sérhver stjórnarmeðlimur sem situr í stjórn félagsins getur hvenær sem er sagt starfa sínum lausu.
8. KAFLI FRAMKVÆMDASTJÓRN
21. gr.
Framkvæmdastjórn sér um almenna starfsemi SÍF í samræmi við lög þess, stefnuskrá og samþykktir stjórnarfunda.
Verkefni sem koma inn á borð framkvæmdastjórnar eru á ábyrgð allra stjórnarmeðlima. Í vinnureglum hverrar stjórnar skulu koma fram helstu verksvið stjórnarfulltrúa.
Framkvæmdastjórn SÍF situr aðalþing og sambandsstjórnarfundi með fullt málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðarétt.
Framkvæmdastjórn skal funda svo oft sem þurfa þykir, þó aldrei sjaldnar en mánaðarlega. Fundur framkvæmdastjórnar er lögmætur þegar einfaldur meirihluti framkvæmdastjórnar mætir á fundinum. Að jafnaði skal forseti eða staðgengill þeirra boða fundi, en einfaldur meirihluti framkvæmdastjórnar má einnig boða fundi þykir honum þess þurfa.
Framkvæmdastjórn er heimilt að niðurgreiða stjórnarmönnum útlagðan kostnað vegna starfa fyrir sambandið. Slíkt skal útfært í vinnureglum hverrar stjórnar.
Framkvæmdastjórn hefur milli aðalþinga æðsta vald í öllum málefnum SÍF. Sambandsstjórn getur þó haft áhrif á áherslur framkvæmdastjórnar á sambandsstjórnarfundum.
22. gr.
Framkvæmdastjórn er heimilt að víkja fulltrúa úr framkvæmdastjórninni telji hún fulltrúann hafa brotið lög þessi, brotið vinnureglur viðkomandi stjórnar, eða unnið gegn hlutverkum, markmiðum, eða stefnuskrá sambandsins. Til þess þarf einfaldur meirihluti framkvæmdastjórnar að samþykkja brottvísunina á sannanlegan hátt. Brottvísunin skal vera skrifleg, útprentuð eða rafræn og meirihluti framkvæmdastjórnar skal veita samþykki fyrir henni á sannanlegan hátt.
Meirihluti sambandsstjórnar má einnig víkja fulltrúum úr framkvæmdastjórn, en eingöngu á löglegum sambandsstjórnarfundi.
Hætti stjórnarmenn í framkvæmdastjórn, hvort sem þeir segi af sér, er vikið úr framkvæmdastjórn eða annað, er framkvæmdastjórn skylt að auglýsa þær stöður sem eru lausar og kjósa inn næsta fulltrúa á löglegum fundi framkvæmdastjórnar. Sambandsstjórn skal gert viðvart um stöðu mála út ferlið.
Nýr stjórnarmeðlimur fær viku frest til að koma með breytingartillögur á vinnureglunum og skal undirrita þær á næsta löglega fundi framkvæmdastjórnar eftir að kosið hefur verið um breytingartillögur á þeim. Séu breytingartillögur samþykktar skulu allir stjórnarmenn einnig skrifa undir nýjar vinnureglur.
23.gr.
Fráfarandi stjórn skal leggja til vinnureglur stjórnar sem kynntar eru á fyrsta löglega framkvæmdastjórnarfundi nýrrar stjórnar. Nýkjörinni framkvæmdastjórn er heimilt að gera breytingar á þessum drögum, og skal samþykkja vinnureglur eigi síðar en mánuði eftir aðalþing.
Vinnureglur framkvæmdastjórnar skulu lagðar fyrir til staðfestingar á fyrsta sambandsstjórnarfundi hvers kjörtímabils. Fulltrúum á sambandsstjórnarfundi er heimilt að koma með breytingartillögur á fundinum.
Vinnureglur teljast gildar frá þeim tíma sem þær eru samþykktar af framkvæmdastjórn.
Forseti og varaforeti framkvæmdastjórnar skulu ekki gegna trúnaðarstörfum innan pólitískra samtaka utan SÍF, aðildarfélaga þess, regnhlífasamtaka þess, og þar sem þeir sitja sem fulltrúar SÍF.
9. KAFLI – FRAMKVÆMDASTJÓRI
10. KAFLI – Sambandsstjórn
27. gr.
Aðildarfélög skulu skipa fulltrúa á fundi sambandsstjórnar samkvæmt sömu reglum og gilda um þingfulltrúa á aðalþing í 21. gr.
Sambandsstjórn skal funda svo oft sem þurfa þykir en þó ekki sjaldnar en einu sinni á starfsári, auk aðalþings. Framkvæmdastjórn boðar sambandsstjórnarfund skriflega með minnst eins mánaðar fyrirvara. Framkvæmdastjórn er skylt að boða sambandsstjórnarfund ef aðildarfélög sem saman skipa minnst ⅓ þeirra fulltrúa sem sæti eiga í sambandsstjórn óska þess. Fundur sambandsstjórnar er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
28. gr.
Hlutverk sambandsstjórnar eru að:
· Hafa eftirlit með og veita framkvæmdastjórn aðhald í störfum sínum.
· Að veita samþykktir sem eru leiðbeinandi í störfum framkvæmdastjórnar en mega þó ekki ganga gegn lögum og stefnuskrá samþykktum á aðalþingi.
· Vinna náið með SÍF þegar skipulögð eru verkefni á landsvísu eða annað sem þarf að framkvæma innan menntakerfisins.
12. KAFLI – EFTIRLITsaðilar
29. gr.
Eftirlitsaðilar skulu eigi vera fleiri en þrjú sem kjörnir eru á aðalþingi ár hvert. Eftirlitsnefnd starfar þar til næsta eftirlitsnefnd tekur við. Allir fulltrúar aðildarfélaga á aðalþingi og fyrrverandi stjórnarmeðlimir SÍF mega bjóða sig fram sem eftirlitsaðila. Aðeins má vera einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi eða hverri fyrrverandi stjórn. Forðast skal að eftirlitsaðilar verði einkynja.
Hlutverk eftirlitsaðila skal vera eftirfarandi:
- Veita framkvæmdastjórn sambandsins aðhald.
- Vera ávallt upplýst um gang mála og stöðu verkefna.
- Þjóna sem málaliðar milli sambandsstjórnar og framkvæmdastjórnar í ágreiningsmálum.
- Vera félagslegir endurskoðendur ársreiknings SÍF
.
30. gr.
Að minnsta kosti einu sinni á starfsári skal haldinn stjórnarfundur þar sem eftirlitsaðilar er viðstödd með fullt málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.
13. KAFLI – FJÁRMÁL
31. gr.
Reikningsár sambandsins skal vera frá 1. janúar- 1. janúar ár hvert. Framkvæmdastjóri sambandsins heldur bókhald yfir tekjur þess og gjöld. Ársreikningur sambandsins skal í lok hvers reikningsár lagður fyrir framkvæmdastjórn og endurskoðaðir af eftirlitsnefnd sambandsins. Reikningarnir skulu síðan lagðir fyrir næsta aðalþing til fullnaðarafgreiðslu.
32. gr.
Framkvæmdastjórn ein hefur heimild til að skuldbinda sambandið fjárhagslega og þarf þá samþykki meirihlutar stjórnarmeðlima.
Framkvæmdastjóri eða gjaldkeri hafa umboð fyrir hönd félagsins til að óska eftir bankaþjónustu. Í því umboði felst; stofnun og gerð samnings um netbanka, peningaúttektir, stofnun bankareikninga og greiðsluþjónustu.
33.gr
Verði starfsemi sambandsins lögð niður, skulu fjármunir þess endurgreiddir til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Aðrar eignir sambandsins skulu seldar svo fljótt sem auðið er og ágóðinn afhentur Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).
14. KAFLI – LAGABREYTINGAR
34. gr.
Lögum sambandsins má aðeins breyta á árlegum aðalþingum. Frestur til lagabreytinga rennur út þremur vikum fyrir aðalþing.
Tveimur vikum fyrir aðalþing ber framkvæmdastjórn að senda aðildarfélögum sínum þær lagabreytingartillögur sem henni hafa borist og þær lagabreytingartilllögur sem framkvæmdastjórn mun leggja til sjálf. Frestur til að senda inn athugasemdir við þeim lagabreytingartillögum rennur út viku fyrir aðalþing. Framkvæmdastjórn skal senda aðildarfélögum sínum endanlegar lagabreytingartillögur og þær breytingartillögur sem henni hafa borist við þeim, þremur dögum fyrir þing.
Framkvæmdastjórn kynnir lagabreytingartillögurnar á aðalþingi SÍF. Lög sambandsins skulu vera endurskoðuð árlega
16. KAFLI – REGLUGERÐIR
35. gr.
Framkvæmdastjórn hefur heimild til að leiðrétta stafsetningar-, málfars-, tilvísunar- og innsláttarvillur í lögum þessum án þess að bera þær breytingar upp fyrir þing enda breytist ekki merking viðkomandi greina.
36. gr.
Ný samþykkt lög og allir viðaukar við þau skulu birt á heimasíðu sambandsins innan við viku frá lokum aðalþings.
Vinnureglur stjórnar og allir viðaukar við þær skulu birtar á vefsíðu sambandsins innan við viku frá þeim fundi sem þær eru samþykktar.
**Lög þessi öðlast gildi er þau hafa verið samþykkt á Aðalþingi 24. september 2022